Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 28

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 28
26 ÍJTI þá Lárus Jónsson fiokksf. og var hann foringi sveitarinnar um eins árs skeið. Á þessum vetri var stofnaður nýr flokk- ur í 2. sveit — Þrastaflokkurinn. For- ingi lians var Davið Jenson, sem þá hafði verið skáti í nokkur ár. Um 5 ár- um síðar sigldi hann vestur um liaí' og dvelur þar nú. Þennan vetur gengu fleiri skátar en nokkurntíma áður undir sjerpróf í „Hjálp i viðlögum“. Sá læknir er fyrstur kendi Væringjum þessi fræði var Ólafur heit. Gunnarsson. Þvínæst kendi Páll G. Kolka þeim, eins og áður er frá sagt, en af honum tók við Davíð Scheving Tliorsteinsson, sem þá liafði verið um mörg ár læknir úti á landi. Síðan liefir D. Sc. Th. kent látlaust alla vetur, öllum skátum bæjarins, endurgjaldslaust þessa fræði, og munu þeir unglingar ábyggi- iega skifa hundruðum, sem notið liafa hans ágætu leiðsagnar. Áhuga, fjör og samviskusemi þessa manns þekkja allir skátar, enda er hann elskaður og virtur af þeim öllum. Þess skal getið, að D. Sc. Th. hefir, og það að verðleikum, verið veitt æðsta heiðursmlerki skáta, — silfurúlfurinn, sem aðeins hann og skátaliöfðingi okkar A. V. Tulinius hafa ldotið, hjer á landi. Ferðalög voru farin óvenju mörg þetla sumar (1924), enda liöfðu þá flestn flokkarnir keypt sjer ný tjöld um vorið, sem þeir höfðu safnað fyrir um vetur inn Um haustið var enn stofnaður nýr flokkur — Ljónaflokkurinn — og var foringi hans Jón Þórðarson. Fram að þessu liausti höfðu flestar flokksæfingar og fundir Væringjafjelags- ins verið haldið í K. F. U. M.-húsinu. nú er fjelagið óx svo ört, og ýmsar nýj- ar deildir höfðu verið stofnaðar innan K. F. U. M., var, sem eðlilegt var, orðið þröngt í því húsi. Stjórn K. F. U. M. tók þvi það ráð, þetta liaust, að láta inn- Þátttakendur i haustleikmóti skáta á Landa- kots.úni 1925. rjetta skúra þá, sem fjelagið átti á Bern- höftslóðinni við Bankastræti og þar fekk bæði Burstagerð K. F. U. M. og önnur sveit Væringja mjög vei við unandi hús- næði undir æfingar sínar. í júlí 1924 ijet A. V. Tulinius af stjórn fjelagsins, en Ársæll Gunnarsson tók við. llafði þá A. V. T. verið formaður Vær- ingjanna í 11 ár samfleytt. „Óhætt er mjer að fullyrða, að fjelagið Iiefði aldrei komist klakklaust yfir fyrstu árin þrjú, ef það hefði ekki notið starfs og dugn- aðar A. V. Tulinius" segir Arsæll meðal annars í grein, er hann reit um Vær- ingjafjelagið í Liljuna í apríl 1926. Þetta sama gildir og um fjölda mörg önnur ár, því oft hefir Væringjaf jelagið átt A. V. Tulinius líf sitt að þakka. Jeg hefi, ásamt fjölda mörgum öðrum Væringj- um, sem enn starfa við fjelagið, átt þvi láni að fagna, að geta notið kenslu A. Tulinius á skátaæfingum og leð- heininga lians i leikjum og finn jeg mig standa i mikilli þakkarskuld við hann, eins og aðrir skátar, sem notið hafa handleiðslu lians. Hinum margþættu störfum A. V. Tuli- niusar verður ekki komið fyrir í stuttri grein, eins og þessari, en hjer skal að- eins minst á þessi: Hann átti frumkvæði að því að gefa út fyrstu lær.dómsbók A

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.