Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 30

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 30
28 ÚTI Við sama tækifæri voru vigðir sem flokksforinjgjar þeir: Örn Ingólfsson, Gunnar Guðjónsson, Hörður Þórðarson og Davíð Jensson. í byrjun október þetta ár (1925) fór fram fyrsta leikmót skáta hjer á landi. Það var lialdið á Landakotstúninu bjer í Reykjavík. Þar var kept i þessum greinum: Hraðtjöldun, að kasta björg- unarlínu, lijálp i viðlögum, Morse, Kims- leik, þrístökki, boðhlaupi, sundi (fór fram við Effersey hlaupi og reipdrætti. Mótið fór ágætlega fram og varð bæði til þess að hleypa fjöri í f jelögin og vekja áhuga almennings fyrir því, sem skátar kendu innan fjelaga sinna. Dómnefnd fyrir mótið skipuðu þeir K. Bruun kaup- maður (sem um þessar mundir starfaði talsvert fyrir skátana hjer i bænum, einkum Væringja). Hann annaðist t. d. að mestu undirbúning þessa móts), Guð- mudur H. Pjetursson, prentari (gamall Væringi, sem áður er að góðu getið) og Ólafur heit. Gunnarsson læknir, sem var öllum skátamálum mjög hlyntur. Flest stig lilaut 1. Væringjasveit, og fjekk hún silfurhikar að launum. Önnur Væringja- sveit fjekk silfurskjöld á sveitarfánann fyrir flest einstaklingsverðlaun. Auk Væringja keptu skátafjelögin „Ernir“ úr Reykjavík og Skátafjel. Hafnarfjarðar. Ræði þessi fjelög voru þá nýstofnuð. I hyrjun ársins 1926 hóf „Liljan" (skátablað) aftur göngu sína eftir 10 ára hvíld. (Eins og áður er getið byrjaði hún að koma út í jan. 1916, og kom þá út aðeins í eitt ár.) Aðalhvatamaður þess að Liljan var endurlifguð, var form. fjelagsins, Ársæll Gunnarsson og skrif- aði hann og starfaði mest að blaðinu. Allan þennau vetur var afarmikið kent innan flokkanna undir allskonar sjerprófsmerki og svo liin venjulegu skátapróf (nýliðapróf, 2. fl. próf og 1. fl. próf) eins og sjá má af því, að um Sig. Águstsson við tjaldbúðir ísl. skátanna í Ungverjalandi 1926. vorið (annan páskadag), tóku úr L sveit 4 skátar 1. fi. próf og 16 skátar 2. fl. próf. í sveitinni voru þá 35 skátar með 2. fl. prófi. og 7 með 1. fl. prófi- Þá höfðu 13 sjerprófsm. verið tekin af skát- um innan þeirrar sveitar. Þannig var engiUn skáti í sveitinni próflaus og er það ábvggilega mjög sjaldgæft. í 2. Vær- ingjasveit voru þá 45 skátar. 10 af þeim höfðu lokið I. fl. prófi og 30 2. fl. prófi. Einnig höfðu 12 af þessum drengjum lokið sjerprófi í hjálp í viðlögum Á sumardaginn fyrsta mintust Vær- ingjarnir afmælis síns, eins og venja hefir verið um mörg undanfarin ár, með því að liafa útisamkomu um morgun- inn og ganga skrúðgöngu um götur bæj- arins. Um kvöldið var svo haldin skáta- messa í þjóðkirkjunni, eins og einnig Iiafði verið venja um undanfari ár, og er svo enn. Þetta sumar voru farin fleiri ferðalög en nokku sinni áður og er til skýrsla vfir þau í Liljunni, 6.—7. tbl. 1926. I júnímánuði þetta ár fóru hjeðan 5 skátar til Ungverjalands, undir forystu Sigurðar Ágústssonar, til að taka þátt í stórfenglegu skátamóti, sem fram fór nálægt Budapest í júlímánuði. Þeir, sem

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.