Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 34

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 34
32 ÚTI Væringjaf jel. skipulagt eins og tíðkast um skátafjelög erlendis, þannig að fjórir flokkar mynda eina sveit og 4 sveitir (eða færri) mynda eina deild. Stjóm fjelagsins skipuðu svo sveitarforingjarnir ásamt deildarforingja, sem um leið var odda- maður stjórnarinnar. Deildarforingi var kosinn Sig. Ágústsson. Jafnframt ljet liann af 3. sveit og við tók Leifur Guð- mundsson, sem starfað liefir vel og lengi í Væringjafjelaginu. Þá liafði Hendrik Á- gústsson látið af stjórn 1. sv. og gaf sig eingöngu við starfi Ylfingasveitarinnar. Við stjórn 1. sv. tók þá Óskar Pjetursson. Hann var búinn að vera flokksforingi í mörg ár við þá sveit og ávalt unnið sjer meiri og meiri hylli fjelaga sinna. Þetta sumar fór Alþingishátíðin fram á Þingvöllum. 1 sambandi við hátíðina var haldið alm. ísl. skátamót við Þingvelli. Um 80 skátar tóku þátt í því. Mótstjóri var H. C. Sveins. Væringjar unnu eins og aðrir skátar, mikið að Alþingishátíðinni. Voru það skemtilegar og viðburðarikar stundir, sem aldrei munu gleymast. Að lokinni Alþingishátíðinni, var skátunum gefin 15 lítil útilegutjöld, í viðurkenning- arskyni fyrir vel unnið starf á Þingvöll- um. Sjá að öðru leyti grein um þetta efni i þessu blaði 3. árg. 1930. Seinni hluta ársins 1931 urðu þær breytingar á stjórn Væringjafjelagsins, að Sig. Ágústsson ljet af störfum sem deild- arforingi, en í hans stað var kosinn Jón Oddgeir. Jafnframt varð sú breyting á sveitunum, að nú tók Sigurður við stjóm 1. sveitar. Leifur Guðmundsson sveitarf. 3. sveitar varð að láta af störfum vegna skólaannríkis og var þá það ráð tekið, að innlima 3. sv. í 1. sv. fyrst um sinn. Tryggvi Kristjánsson var for. 2. sv. eins og áður. Árin 1931 og 32 voru góð starfsár hjá fjelaginu. Á þessu ári eru liðin tuttugu ár siðan að Væringjafjelagið var stofnað. I tilefni af því var haldið hóf á Café Vífill þ. 28. apríl. Voru þar mættir allir Væringjar, skátahöfðinginn, foringjar hinna skáta- f jelaganna lijer í bænum og nokkrir aðrir gestir. Haldnar voru margar ræður fyrir minni fjelagsins. Þeir sjera Friðrik Frið- riksson og A. V. Tulinius voru gerðir að heiðursfjelögum Væringjafjelagsins við þetta tækifæri. Sjera Friðrik dvaldi þá i Danmörku. Foringjar Væringjafjelagsins eru nú þessir: Deildarforingi Jón Oddgeir Jóns- son. Sveitaforingjar: Sig Ágústsson (1. sv.), Tryggvi Kristjánsson (2. sv.). Daníel Gíslason (fyrir Roverssveitina). Aðstoðar- sveitaforingjar Guðm. Jóhannsson (1. sv.) og Björn Jónsson (2. sv.). Flokksforingj- ar í 1. og 2. sv. eru þeir: Erlendur Jó- hannsson, Jören Hansen, Þorsteinn Þor- hjarnarson, Nicolai Þ. Bjarnason, Okto Þorgrímsson, Jón Bergsveinsson, Jón Böðvarsson og Már Lárusson. Flokksfor- ingjar í Roverssveilinni eru: Óskar Pjet- ursson, Ólafur Stefánsson og Robert Schmidt. Ylfingjaforingjar: Skúli J. Han- sen og Emil Þ. Bjarnason. Skotsku i'káíarnir, framh. af bls. 17. ræður, Skotarnir sýndu þjóðdansa og spil- uðu á Bagpipes, en ísl. sýndu glímu og sungu. Samsætið fór vel fram og munu hinir mörgu ísl skátar, sem Skotunum kynust, ávalt minnast komu þeirra með mikilli ánægju. Að lokum leyfir „Úti“ sjer að þakka fyrir liönd skátanna, for- stöðum. Elliheimilisins og starfsfólkinu þar, fyrr góðar móttökur og ágætar mál- tíðir, einnig hr. Birni Björnssyni eiganda Hressingarskálans og stjórn í. R. fyrir að lána endurgjaldslaust hús sitt til íbúð- ar fyrir Skotana meðan þeir dvöldu í bænum, og síðast en ekki síst þeim fjöl- skyldum er tóku Skotana heim í mat einn daginn, sem þeir dvöldu í Reykjavík.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.