Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 8

Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 8
8 ÚTI um erfiðismunum og lifshættu segjast þeir þó loks hafa komist á þann staS, sem þeir álitu að væri jökultoppurinn og kölluðu á förunauta sína að koma á eftir. En danski trjesmiðurinn svaraði að hann metti líf sitt og limi of mikils til þess að láta sjer detta í hug að fara feti lengra. Þeir Stanley hjeldu þá aftur til fjelaga sinna og sóttu loftvogina og fóru með hana upp á jökultopp lil þess að mæla liæðina. Reyndist hún um 1500 m. eða mjög nærri rjettu lagi, en ferðasagan er sjáanlega full af ýkjum um lífshættu við livert fótmál. Og ýmislegt bendir til þess í lýsingunni af útsýni frá jökulgnýpunni að þeir hafi í raun og veru ekki komist upp á hájökul eða sjeð vestur af, því hvergi er minst á gígdalinn norðvestan i jöklinum, sem vafalaust er hið tröllsleg- asta og minnistæðasta af þvi, sem fvrir augað ber á Snæfellsjökli. — Nú líða 30 ár, þangað til gengið er á jökulinn. Árið 1810 í júlímánuði er lijer á ferð skotskur vísindamaður George Maekenzie og með lionum tveir læknar enskir, Holland og Bright að nafni. Þeir fóru frá Ólafsvík sem leið liggur og iiöfðu til fylgdar rnann úr Ólafsvík, sem Jón Iijet. — Á leiðinni upp jökulinn komu þeir að stórri gjá, sem var 3 álna breið og 20 álna djúp. Áttu þeir erfitt með aö' komast yfir hana en skriðu loks yfir á snjóbrú. Loks komust þeir upp á brattan snjóhrygg, sem líklega llefir verið nyrsta þúfan, en útsýni var lítið, því þoku dreif á jökulinn um það leyti sem þeir komust upp. Þorðu þeir þvi ekki annað en að hraða ferð sinni heimleiðis. Lítið lýsa þeir jökultoppnum og er vafasamt að þeir liafi komist svo langt að þeir sæju ofan í gíginn eða vestur af jökulbrún- inni. Árið 1815, seint í maí, gekk Ebenezer Henderson hinn breski upp á Snæfells- jökul. Hann fór frá Arnarstapa og var í för með honum sonur Hjaltalíns kaup- manns og þrir menn aðrir íslenskir. Stapabúum leist illa á þetta ferðalag og töldu það fífldirfsku. Henderson segir að þeir beri lijátrúarblandna lotningu fyrir fjallinu og sjeu undir niðri smeykir um að Bárður Snæfellsás sje þar enn á sveimi og muni hefna sín á hverjum þeim sem dirfist að fótum troða heimkynni hans. Þeir fjelagar gengu upp með Stapa- felli beinustu leið upp á Þrihyrninga. Færðin var þung, því að lausasnjór var á jöklinum en sprungur urðu þeim lítið til trafala, því að vetrarsnjórinn huldi þær ennþá. Þegar þeir komu upp að Mið- þúfu sáu þeir alt í einu niður af hengi- flugi, sem þeir áætluðu 700 rnetra liátt, og niður í gígdalinn norðvestan í fjallinu og lýsa honum fyrstir manna mjög svip- að því sem nú er. Þótti þeim hrikaleg sjón að líta ofan í dalinn með gjám og jökulgljúfrum, en lýsingin getur að mestu leyti staðist, nema livað gígbarmurinn er varla yfir 200 m. að hæð. Þeir komust ekki alla leið upp á Miðþúfu, vegna þess að liún var öll þakin hrímfrosti og klaka- súlum, eins og oft vill verða, þótt inn há- sumar sje. í alla staði er ferðalýsing Henderson’s yfirlætislaus og hin greinabesta af ferða- sögum erlendra mánna, sem nú hafa ver- ið taldar. Árið 1835 gengu þeir Gaimard hinn franski og nokkrir fjelagar hans frá Ólafsvík upp á Snæfellsjökul. Þeir gera ekki mjög mikið úr erfiðleikum á leið- inni og lýsa allvel gígnum og jökulhömr- línum í börmum hans. Um 18(50 gerðu tveir enskir ferðamenn tilraun til að ganga á Snæfellsjökul, en lentu í þoku og jökulsprungum og urðu frá að liverfa á miðri leið. A síðustu árum hafa allmargir gengið á Snæfellsjökul og verður ekki fleira af þeim ferðum rakið lijer. Árið 1932—33 var höfð veturseta austan í jöklinum í 800 m. hæð og var það ár oft gengið á jökulinn. Frá þeim tíma stendur jökul- iFramh. á bls. 19.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.