Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 11

Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 11
ÚTI 11 i ( aðrar plöntur, einkuni þær, sem eru smá- vaxnar, er nauðsynlegt að hafa stækkunar- gler, sem stækkar nokkrum sinnum. Þegar plönturnar liafa verið ákvarðað- ar,eru þær þurkaðar í sjerstökum plöntu- þerripappír, sem fæst i bókaverslunuin eða þær g'eta útvegað. Plönturnar eru síðan lagðar í þerripappírsörk og breitt úr greinum og blöðum sem best, þó þannig, að plönturnar liti út þegar þær eru þurrar, sem líkast þvi er þær voru lif- andi. Séu plönturnar lengri en þerri- pappírinn, verður að ein eða tvibrjóta þær, eða búta í sundur, en ekki má sveigja þær eða beygja, því við það missa þær sitt eðlilega vaxtarlag. Eftir því, sem plönturnar eru safameiri, þarf oftar að skipta um pappír áður en þær eru fullþurrar, annars mygla þær og verða ónýtar. Sumar plöntur eru svo safa- miklar, t. d. brönugrasategundir, burn og flagahnoðri, að bregða verðnr þeim ofan i sjóðandi vatn áður en þær eru þurkaðar. En plönturnar þurfa ekki aðeins að vera í þerripappír á meðan þær þorna, beldur líka i pressu. Plöntupressur eru margskonar; en það er bægt að komast af með mjög einfalda gerð og ódýra — tvær fjalir t. d. úr þykkum krossvið (6—8 mm.) spentar saman með leðuról, þar sem þerripappírinn er lagður á milli. Stærð fjalanna er hæfilegur 30x50 sm. Þó má komast af með 20x30 sm., ef bin stærðin þykir of fyrirferðarmikil í flutn- ingi. Nauðsynlegt er að bafa vatnsbeldan poka, t. d. úr vaxdúk, utan um pressuna á ferðalögum, þvi plönturnar mega ekki vökna. Um leið og plönturnar eru látnar i pressuna, skal ætíð rita á miða sein lagð- ur er hjá þeim nafn þeirra, liafi þær ver- ið nafngreindar, dagsetningu og fundar- stað og í bvernig jarðvegi (valllendi, mýr- lendi, mólendi, í tjörn o. s. frv.) þær hafi vaxið. Plönturnar eru þurrar þegar þær eru ekki lengur kaldar átöku með blýrri liendi. Síðan eru plönturnar teknar úr pressunni og límdar á stýft pappírsblað. Það er til sjerstakur plöntusafnspappír, en einnig má nota venjulegan teiknipapp- ír. Plönturnar eru þó ekki sjálfar límdar niður, heldur er þeim fest með mjóum pappírsræmum, sem lagðar eru lijer og hvar jdir plötuna og límdar niður á end- unum. Neðst á örkina til hægri er festur miði. Efst á honum er bið latneska og íslenska heiti jurtarinnar, (sbr. Flóru ís- lands) þá fundarstaður, dagsetning og loks nafn finnanda. Þessum nafnmiða er síðan tyllt með limi neðst á blaðið til hægri. Síðan eru plöntur af sömu ætt- kvísl lagðar innan í sameiginlega örk með árituðu ættkvíslarnafninu. Ættkvíslir, sem tillieyra sömu ætt eru liafðar í sjerstakri örk og nafn viðkomandi ættar ritað á bana. Ættunum er raðað eftir stafrófsröð íkassa, skúffur eða skápa, eftir efnum og ástæð- um eigandans. Hjer á undan hefir verið gert ráð fyrir því, að plönturnar væru ákvarðaðar um leið og þær væru teknar, en því verður af Örk úr grasasafnimi með upplímdnm raudþörungum.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.