Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 17

Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 17
ÚTI 17 í vatnið án þess að liið minsta skvamp heyrðist — eftir fiskinum. Eftir örfáar sekúndur kom liann aftur og fjekk mjer fiskinn. Þá fór jeg að veiða — jeg hafði tekið færi með mjer — og fljótlega heit á lijá mjer. Það var vænn vatnakarfi. „Jeg legg hann i sölurnar“, hugsaði jeg'. Jeg tók hann af önglinum, hjelt honum fyrir framan Figga og kastaði honum svo lifandi í vatnið. Figgi á eftir — og' það leið ekki á löngu áður en karfinn var veiddur á ný og lá dauður við fætur mínar. Jeg skar liausinn af, sem var orð- inn skemdur eftir bitið, gaf Figga liann og tók hann fljótt til matar síns, með hæði sýnilegri og lieyranlegri hrifningu. Þetta var hin fyrsta veiði Figga, en hvergi nærri hin síðasta. Hann varð fljót- lega hreinasti snillingur i að fiska. Ef jeg fór út með liann, gat jeg verið viss um að jeg" mundi ekki koma tóndientur aft- ur. Það var blátt áfram undarlegt. Einu sinni náði hann í urriða, sem var nærri 4 kg. að þyngd, og annað skifti, er liann hafði farið burtu í „leyfisleysi“, kom hann rambandi með geddu, sem vóg 21/2 kg. Jeg þykist vita að þetta þyki ótrúlegt, en fyrir hina efagjörnu vil jeg leyfa mjer að benda á það, sem Hárleman frílierra segir (i áðurnefndu riti): „Jeg hefi sjálf- ur sjeð hjer í Stokkhólmi til oturs, sem vaninn var á að fiska, hvernig hann kaf- aði nokkrum sinnum við Konghólms- brúna og kom í livert skifti upp með fisk, sem hann har til húsbónda sins“. I tímariti veiðimanna frá 1833 er einnig sagt frá otri, sem veiddi daglega nógan fisk handa heilli fjölskyldu. Figgi varð auðvitað uppáliald allra og fjekk leyfi til að koma og fara eftir þvi, sem honum þóknaðist. En það kom á daginn, að þetta alt of mikla frelsi varð örlagaríkt fyrir hann. Einn daginn kom hann lieim með gras- önd, sem hann hafði bitið hausinn af. Það var nokkru fyrir hinn löglevfða veiðitíma og það seig eitthvað brúnin á pabba mínum. En hugmynd Figga um almanakið og hin konunglegu veiðilög voru nokkuð gruggaðar og var hann því að vissu leyti afsakaður. Yeiðin var hon- um hin göfugasta íþrótt — og þegar veiðihugurinn greip hann, gleymdi liann öllu öðru. En syndin kvað sjálf hera i sjer hegn- inguna, jafnvel þó að hún sje framin ó- meðvitandi. Og Figgi komst að raun um það. Á einni af veiðiferðum sínum varð hann fyrir hrammi örlaganna. Á dálítilli tjörn, sem var í svo sem kíló- meterfjarlægð að heiman, var mikið um sjófugl, og' bóndinn, sem átti land að tjörninni, hafði veitt því eftirtekt, að við bakkann lá allmikið af fugli, sem Iiáls eða haus var hitinn af. Kvöld eitt í tunglsbirtu ákvað Jan Lars- son, en svo hjet bóndinn, að reyna að komast fyrir um það, hver ræninginn væri. Frá kl. 9 til miðnættis sá hann að einhver ósýnilegur óvinur stygði stöðugt upp fuglana, í ýmsar áttir á vatninu. Stöðugt hófu þeir upp garg, sem gaf til kynna að liætta væri i nánd. Það voru sjerstaklega ungar endur, sem görguðu hvað mest og leituðu sjer öryggis upp á laudi. Hann gat þó ekki uppgötvað hvað olli þessum óróa i fuglunum. En rjett eft- ir kl. 1 flaug upp ein af öndum þeim, sem höfðu forðað sjer á land, og kastaði Sijer með áköfu gargi i vatnið nálægt þeim stað, þar sem Jan Larsson stóð. Jafnframt sá hann hvar mjó rák mynd- aðist á sljettum vatnsfletinum, án þess að nokkuð hljóð heyrðist þaðan rjett eins og þarna væri stór fiskur að sveima í vansskorpunni. Strax og öndin kom auga á rákina, sem nálgaðist hana, garg- aði hún á ný og flaug upp. Jan Larsson var með góða haglabyssu með sjer og skaut á rákina. Vatnið kyrðist samstund- is. Og þegar Jan Larsson reri út þang- að í bát sínum — fann hann Figga dauð- an. Hann kom með liann heim til okkar daginn eftir. Framh. á bls. 21.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.