Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 18

Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 18
18 ÚTI Sjóskóli Eftir Aðalstein Sigmundsson, kennara. Fyrir nokkrum árum skoðaði jeg stöðv- ar sjóskátafjelagsins íKaupmannáhöfn,við Fríhöfnina. Þeir liafa þar dálítinn lóðar- blett niðri við sjóinn. Þar liafa þeir bygt sjer sjálfir dálítið timburhús, langt, mjött, tvílyft og klætt utan með tjörupappa. Niðri í þessu liúsi er fundarsalur þeirra, geymslurúm og húsnæði til að vinna í að viðgerðum og ýmsum öðrum nauðsynja- störfum og æfingum sjóskáta. Uppi eru nokkrir klefar með „koju“-rúmum, því að sjóskátar gista oft þarna á stöðinni og' búa þar janfvel dög'um saman. Það og siglingar á æfingaskipunum eru þeira „útilegur“. Framan við liúsið, milli þess og sjávar, er allstórt autt svæði. A því miðju rís skip- sigla með fána við hún. Fram í sjóinn ganga tvær trjebryggjur, sem skátarnir hafa búið til sjálfir. Mili þeira er dálítil bátakví, og í henni nokkrir segl- og ára- bátar, sem fjelagið á. En við aðra bryggj- una liggur skúta með seglum og vél. Það er önnur æfingaskúta sjóskátanna. Hin er einhverstaðar inn í Eystrasalti, með nál. ,‘50 stráka innan borðs. Þeir vina öll störf á skipinu, undir stjórn foringja með góðri skipstjóramentun. Á því læra þeir alt sem að sjómensku lýtur. .Teg hugsaði heim, þegar jeg skoðaði þessa bækistöð dönsku sjóskátanna — þennan frjálsa, verklega sjómenskuskóla ungra drengja, þar sem námið var þeim leikur og æfintýri, og leikurinn og æf- intýrin nám. Jeg hugsaði lil ótalmargra drengja hjer licima, sem þrá það mest af öllu að komast á sjó og fá að revna fang- brögð við Ægi karl. Jeg luigsaði til þess, live mikinn hluta afkomu sinnar þjóð vor á undir liraustum sjómönnum og umfram alt sjómönnum, sem kunna verk sitt og eru aldrei ráðalausir. Jeg sá fyrir mjer, hve stórksotlegt æfintýri það væri fyrir íslenska drengi mtð sjómannaþrá, og hve ómetarilegur skóli það gæti verið fvrir verðandi sjómenn, ef vjer ættum æfinga- stöð og sjómenskuskála fyrir drengi, eitt- hvað líkt þessu, sem jeg var að skoða. Og jeg hugsaði mjer, bæði i gamni og alvöru, hvernig og hvar þessi æfingastöð, þessi sjóskóli ætti að vera. Ríkissjóður og bæjarsjóður Reykjavík- ur eiga að koma upp stöðinni í samein- ingu, einhverstaðar suður með sjó, t. d. í Sandgerði eða i grend við Keflavík. Þar þurfa að vera verbúðir með svefnher- bergjum fvrir drengi og foringja, geymslu- rúm og vinnusalir. Stöðin þarf að liafa til umráða a. m. k. eitt gott vjelskip með seglaútbúnaði, eða stóran vjelbát — skóla- skip og æfinga. Það þyrfti að vera útbúið með veiðarfærum, dálitlu af björgunar- tækjum og nauðsynlegum útbúnaði til landhelgisgæslu. Þarna ættu svo 14—18 eða 20 ára dreng- ir, sem hug hafa til sjómensku, að geta fengið að dvelja nokkurra mánaða tíma, sjer að kostnaðarlausu. Fyrst og fremst atvinulaus sjómannsefni úr Reykjavík, en auk þess aðrir, eftir því sem ástæður leyfðu. Þeir stunduðu þar samskonar

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.