Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 25

Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 25
arblæ. Kennarar og þjálfarar liafa lært af sundi afburðamannanna og fært í kerfi, þannig liefir myndast hið nútíma skrið- sund. En hvernig er þá þetta skriðsund? Það er ofur einfalt, segja þeir sem lært liafa. En fyrir þeim sem aldrei hafa sjeð þetta sund, skal hjer revnt að lýsa því, og þá sjest ef til vill, að það er ekki svo einfalt. Skriðsund er bygt á því að draga sem mest úr mótstöðu þeirri, sem líkaminn veitir vatninu, og að hendur og fætur vinni jafnt og þjett og forðist allar óþarfa hreyfingar og átök. Líkaminn liggur lá- rjettur í vatninu, handleggirnir beint fram og saman, fingur saman, liöfuðið fatt, nef- ið rjett fyrir ofan vatnsborðið, fætur sam- an, ristar beinar, fætur dálítið innskeifir, bælar saman aðeins undir vatnsborði. Bvrjað er á því að æfa handartökin. Venjulega er byrjað með hægri hendi, lienni er þrýst niður í vatnið og krept dá- lítið um leið i olnboga, handleggurin fer þannig áfram þar til upphandleggur veit beint niður af öxlinni, þá sleppir takinu. Nú er handleggnum lyft upp úr vatninu með hreyfingu í axlarlið, olnbogi kreppist af sjálfu sjer, er síðan undið liðlega fram á við og stungið á ská i vatnið fyrir fram- an öxlina og ekki rjett úr honum alveg fyr en hann er kominn vel niður í vatnið. Nú er takinu lokið. Vinstri handleggur gerir al- veg sömu hreyfingarnar og byrjar takið um Ieið, og sá hægri er tekinn úr vatninu, þannig að altaf er hendi að taka á; ann- Fótur í dýpstu stöðu (Hnje og mjöðm krept). Fótur í efstu stöðu (búið að rjetta úr hnje og mjaðmarlið. Vinstri hendi tekin upp, oln- bogi kreptur. Ilöfði snúið til vinstri, innöndun (Weissmiiller) Hægri hendi tekin fram. Fingur saman, olnbogi kreptur. Útöndun. Hægri hendi stungið í vatnið, án þess að rjetta úr henni (fingnrnir eru i vatnsborðinu). ars raskast jafnvægi likamans í vatninu. Sundmaðurinn andar að sjer gegnum munninn. Höfðinu er undið til vinstri hlið- ar um leið og vinstri hendin kemur upp úr vatninu, er þá andað djúpt að sjer og höfðinu snúið síðan fram og andað frá sjer gegnum nefið þegar hægri hendi er yfir vatninu.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.