Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 26

Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 26
Hægri hendi lyft upp úr vatninu, útöndun. Fótatökin (sjá II. mynd) eru þannig að fótunum er slegið upp og niður til skiftis, kreptir dálítið um linjelið, þegar fætinum er slegið niður, en rjett úr linjenu þegar fætinum er slegið upp. í mjaðmarlið eru sömu hreyfingar, en miklu minni. Best er að æfa fyrst handa og fótatök út af fyrir sig, er þá gott að liafa flotholt til að lialda sjer uppi. Síðan eru hæði tök- in æfð saman. Gott er að hafa 6 fótatök (3 hvoru megin) móti einu liandartaki. Líkamin er hafður vel fattur um mjó- hryggiim, herðar hátt. Áríðandi er að vera fljótur að taka fram hendina þegar hún er kominn upp úr vatninu og hafa olnhog- ann vel kreptann um leið. Gott er að láta einhvern áhugasamann kunningja lita á sundið ef kennari fæst ekki, annars er hætt við að gallar festist í sundið. Er það furðulítið sem orðið getur til að draga úr liraðanum, t. d. bogin rist, handartakið tekið of langt aftur, fingur glentir í sund- ur o. fl. Þó her að taka það fram, að sund- ið verður að fara dálitið eftir vaxtarlagi. Hjer hafa verið talin upp helstu atriði eða leyudardómarnir við skriðsund. Vona jeg að jafnvel þeir sem aldrei hafa sjeð skriðsund geti með aðstoð myndanna kent sjálfum sjer að synda þetta skemti- lega sund, og að þeir sem eitthvað kunna liafi kynst einhverju sem þeir geta not- fært sjer þegar þeir fara í vatn. AXEL V. TULINIUS, skátahöfðingi íslands, sigldi til Dan- merkur á síðastliðnu hausti ásamt konu sinni, frú Guðrúnu. Munu þau hjónin dvelja erlendis um eins árs skeið. „Uti“ leyfir sjer hjermeð, f. h. allra islenskra skáta, að færa þeim hjónum hinar bestu kveðjur og óskir um gleðileg jól og far- sælt nýjár. HETJUR HEIMSKAUTANNA. Framh. af bls. 23. skautaferðir, alt frá fyrstu tímum. Bókin er stór og með mörgum myndum. Höf- undur bókarinnar er Sigurgeir Einarsson heildsali og liefir hann þarna safnað sam- an miklum fróðleik um þessi efni, sem á- nægjulegt er að lesa. Árið 1929 fóru nokkrir framtakssamir Islendingar til Grænlands á mótorbátnum „Gottu“. Þeirri för er skemtilega lýst í bókinni „Grænlandsför 1929“, sem Arsæll Árnason bóksali skrifaði, en liann var eins og kunnugt er, einn af forystumönn- um þeirrar farar. Þá hefir Ársæll og skrifað um afdrif Andree hins sænska bók, sem nefnist „Andree pólfari og fjelagar lians“ (1931). Bókin segir frá því, er þeir fjelagar ætl- uðu að fljúga í loftfari, yfir norðurpólinn 1897. En í þeirri för fórust þeir allir og fundust leifar þeirra ekki fvr en 33 árum síðar. Af dagbókum þeirra og myndum, sem fundust hjá þeim, lítið skemdar, mátti ráða hvernig þeir liöguðu ferðum sínum. Um þetta alt og endalok þeirra fjelaga skrifar Arsæll í áðurnefndri hók. Slíkar bækur, sem lijer eru nefndar, er hollur lestur, ungum og gömlum. Jón Oddgeir Jónsson. Skátar að keppast um hver getur fljótast kveikt eld. Nota má aðeins eina eldspitu. Sá er fyrst getur látið eld sinn brenna í sundur bandið hefir sigrað. — Myndin er tekin hjá Væringja- skálanum í Lækjarbotnum.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.