Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 27

Úti - 15.12.1935, Blaðsíða 27
ÚTI 27 r Utilegur á vetrum Eftir Gunnar Andrew. Þótt skátar um allan lieim starfi eftir sömu lögum, þá er það að voniim, að all- mikill mismunur er á starfsháttum þeirra í hinum ýmsu löndum. Valda því ólíkir landshættir og veðurfar. Það mun þó víðast sameiginlegt, að veturinn er notaður til inniæfinga og undirhúnings, en sumarið til ferðalaga og útiæfinga. Og aðalútilega sumarsins mun víðast talin hátindur alls skáta- starfsins, miðdepill þess. f þessum efnum stöndum við íslend- ingar — og þó sjerstaklega kauptúnabú- ar og „þorparar“ — illa að vígi. Því þrátt fyrir magnað atvinnuleysi eru allflestir unglingar lát'nir fara í atvinnu út um sveitir og þorp á hverju sumri. Af þess- um ástæðum þynnast mjög fylkingar skáta, svo að stundum verða jafnvel ör- fáir lieima. Verður því örðugt um alla sumarstarfsemi og viða algerlega útilok- að, að koma við almenri sumarútilegu. Hinsvegar stunda velflestir liinna yngri skáta eitthvað nám á vetrum og geta því miklu frekar lialdið hój^inn. En þetta verður til þess, að aðalstarf skáta flyst til og verður að vetrarlagi, ekki eingöngu inniæfingarnar heldnr einnig allskonar útistarfsemi, ferðalög og skíðaferðir — og jafnvel útilegur. A ísafirði er t. d. aðalútilega hvers árs um bænadagana. Hefir hún hingað til verið liöfð í skála. En mjög er það íhug- andi, hvort ekki er liægt að brejda þessu og liggja í tjöldum, að nokkru eða öllu leyti. Veit jeg þó að þetta getur verið hættulegur leikur og þarf fullrar að- gæslu. Skal því reynt í grein þessari að gefa nokkur ráð og leiðbeiningar, er að gagni mættu koma þeim, sem liygðu á slikar heimskauta-útilegur, eða annað þess- háttar. 1. Vetrartjald. í. myrul. Það er með risi og ætlað fyrir 2—l skáta. 1. mynd sýnir útlit þess. Súlur eru engar. Skíði eða skíðastafir koma í þeirra stað, og einnig í stað venjulegra tjald- hæla. Og súlurnar standa fyrir utan tjaldið en ekki inni í því. Það sparar liúsrúm. Stærðin getur verið nokkuð mismun- andi. Hæðin — upp í rjáfur — má þó varla vera minni en 1,60 m. Lengdin 2 til 2,20 m. Breidd 1,80 m. Hliðarveggir valda þvi að gólfrými notast betur. Helst á svo að vera dálítið þakskegg til hlið- anna, til varnar regni, - 20 cm. er hæfi- legt. Tjaldið skal vera i heilu lagi, með við- föstum botni, svo að eina opið sje gatið á gaflinum, sem gengið er um, inn og úl. Helst á tjaldið að vera tvöfalt. Skulu þá bæði tjöldin vera jafnstór. Langs eftir mæni innra tjaldsins skal sauma 10—12 kopar-„kósir“ með jöfnu millibili og eins fram með báðum hliðum, þar sem súð

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.