Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 3

Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 3
! Eitt sinn fór Pétur á Gautlöndum, ásamt unglingspilti, austur yfir Reykja- heiði að vetrarlagi. Veður var sæmi- legt, en daginn áður hafði verið krapa- hríð, en síðar fraus. Allt var þakið snjó og hvergi sá á dökkan díl. — Þegar þeir félagar komu í náttstað, voru þeir þreytulegir og hljóðir. „Færðin hefir víst verið vond á heiðinni í dag,“ sagði einn heimamanna. „Læt ég það nú vera,“ svaraði pilturinn. „Færðin tafði okkur ekki svo mjög, en hann Pétur tafðist svo við að berja klakann af vörðunum á heiðinni." Ekki er þess getið, að Pétur hafi neitt til málanna lagt. Þannig er þessi saga sögð, og er hún á margan hátt merkileg. í þessari lát- lausu sögu birtast höfuðkostir göfug- menna. Þeir vilja jafnan halda öllum leiðarmerkjum hreinum, og spyrja aldrei um skyldu eða krefjast endur- gjalds. Sagan bregður upp ljósri mynd. 1 Fyrir augum blasir heiðin við. Allt er hulið hvítum klakahjúpi. Vörðurnar, hin dýrmætu leiðarmerki ferðamanns- ins, eru hjúpaðar hvítri klakahúð. Öll leiðarmerki eru ósýnileg og ekkert, sem veginn vísar. Þá kemur hugsjóna- maðurinn fórnfúsi. Hann telur ekki eftir sér erfiðið. Með göngustaf sínum, höndum og fótum lemur hann klakaskelina utan af vörðunum. Hin hvíta klakahúð hryn- ur niður, en eftir standa vörðurnar, dökkar og reisulegar, sem skera sig vel úr við hvíta snjóbreiðuna. Næsta dag getur hver ferðamaður lagt öruggur á heiðina. Nú eru leiðar- merkin glögg. Nú er enginn vandi að rata, þótt syrti að. Slík eru merki þeirra, sem ekki láta sér nægja að gera einungis skyldu sína. Það er vissu- lega nauðsynlegt að innræta ungmenn- um að gera jafnan skyldu sína, en hitt má aldrei gleymast, að sjaldan er það ÚTI

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.