Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 10

Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 10
Gunulaugur Krístmundsson sandgrœðslustjóri; Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal og sandfokið. i. „Kröptugust er trú og tryggð tæpan mátt að styrkja. Þó að sé á sandi byggð ' Seig er Strandarkirkja. Gr. Th. Strandarkirkja er á Strönd i Sel- vogi. Enginn veit hver byggði hana fyrst. Enginn veit hvenær liún var þar fyrst byggð. Kirkjan á Strönd hefir staði.ð þar um aldaraðir frá ómunatíð. Um hana hafa myndast margar fagrar þjóðsagnir. Margir trúa því að opinberun guðs hafi ráðið byggingu hennar. „Guð sér sjáífur kirkju kaus kringda mararsandi1' segir skáldið. Jörðin Strönd í Selvogi var Höfuðból og höfðingjasetur. Benni fylgdu hjáleigur margar. Urn langan aldur bjuggu á Strönd lögmenn og önnur stórmenni. Þá var þar stórt tún og ofan við það valllendisgrundir. Útræði mikið var í Selvogi. Sveita- menn sóttu fiskiföng þangað og til Suð urnesja. Skreiðarferðir voru tíðar til Selvogs og fóru þangað lestir langar, af því mynduðust götur miklar. Jarðveg- ur var þurr, laus og sendinn. Út frá bæjunum var landið þraut nagað, út- Ú T I sparkað og fór í flag. Vindurinn feykti moldinni, en sandinn skóf í skafla líkt og snjó. Hann svarf grasrót af bölum, en kæfði gróður í lautum. Landið eyddist af sandfoki. Fyrst blésu göt- urnar og komu skörð í graslendið ut frá þeim. Börð og holbakkar mynduð- ust. F’énaður leitaði þar skjóls, reif og nuddaði moldina, en grassvörðurinn féll niður, landbrot byrjaði. Stormur- inn þyrlaði moldinni, en sandurinn fauk yfir túnin, heim að bæjunum og oft inn í húsin. Strandarland blés upp, höfuðbólið og hjáleigurnar fóru í eyði. Sandhrannir söfnuðust að kirkjunni og ekki var annað sýnna, en að hana yrði að flytja burtu. Þegar kirkjugarðurinn byrjaði að blása, báru menn grjót í rofin, með því var hann varinn. í kirkjugarðinum á Strönd eru margir merkir menn grafnir, sem búið hafa þar og dáið í Selvogi — en þar eru liKa líkamsleifar margra fátæklinga og förumanna, sem þar hafa látizt. Frá því er sagt í annálum, að árið 1314 hafi svo mikið harðæri og hallæri verið á Suðurlandi (,,af sulti“), að þá hafi 300 lík verið flutt að Strandar- kirkju til greftrunar. Ef þeir risu upp 8

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.