Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 12

Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 12
Sandgræðslugarður- inn „Ranglátur“, sem séra Björn lét hlaða í Sauðlauksdal um var orðið gamalt og skemmt. Garð rækt var þá nálega engin og fólkið var svo fáfrótt og barnalegt í sér, að það vildi ekki borða grænmeti, sem það kallaði gras, og „grasbítur“ sagðist það ekki vera. Séra Björn var einn sá fyrsti hér á landi, sem ræktaði kartöflur og leist fólki ekki á að leggja sér slíkan mat til munns, sem grafinn væri upp úr moldinni. Hafði hann garða stóra og ræktaði margar tegundir matjurta, einnig rak hann blómarækt og hafði græðireiti fyrir skógarplöntur. í einum garðinum byggði hann ,,lystihús“ og myndaði þak þess að ofan „pýramída“, ferhyrndan, en efst á toppinum var hnappur, áttstrendur. Við húsið óx mustarður þroskamikill og fannst fólki mikið um fegurð hans, og ofan á ÚTI alla þessa nýbreytni voru svo hænsni í Sauðlauksdal. Eggert Ólafsson orti kvæði um skrautið og hanagalið og er þetta eitt erindi úr því: „Mestur var af miklu blómi mustarður að allra dómi, Krisíur, íslands er það sómi, eftirlíking til hans brá; — fagurt galaði fuglinn sá. Þessi fríður lundar ljómi langar sást um grundir; — listamaðurinn lengi þar við undi.“ Eggert Ólafsson dvaldi oft langvist- um í Sauðlauksdal með séra Birni mági sínum og var með þeim hin mesta vinátta. Hann var að flytja sig búferl- um frá Sauðlauksdal suður á Snæfells 10

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.