Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 16

Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 16
Smásaga þessi, sem er eftir E. R. Sickels, gerist í Ameríku í byrjun 18. aldar, er frelsisstríðið geisaði þar. Rúnu leiddist að vera í skóla. Hún var nú búin að ákveða sig. Hún var alveg viss. Er hún beygði sig yfir stílabókina, féllu gullnu lokkarnir um andlit henn- ar og huldu tvö tár, sem runnu hægt niður kinnarnar. Allt hafði gengið illa þennan morg- un. Til að byrja með hafði Rúna ekki kunnað lexíuna sína. Og þegar hún hafði staðið upp til þess að lesa, hafði hún mislesið jafnvel hin auðveldustu orð. Og nú var stór blekblettur eins og pollur í miðri stílabókinni hennar. Rúna bældi niður í sér ekkann. Hún hafði búizt við, að það yrði allt öðru- vísi að sækja skóla í litla áttstrenda ÚTI skólahúsinu. Er pabbi hennar hafði verið kallaður í herinn til þess að taka þátt í stríðinu milli Norður- og Suð- urríkjanna, þá hafði hann farið með Rúnu til ömmu hennar í austur-Penn- sylvaníu. Rúna hafði hlakkað mikið til þess að sækja skóla í sama skólahús- inu, sem faðir hennar hafði gengið í, er hann var lítill drengur. Hún hafði heyrt svo margar skemmtilegar sögur af skólagöngu föður síns, að hún bjóst við, að það yrði eintómt gaman að sækja skóla í áttstrenda húsinu. Hún hafði reynt að hugsa um það, er að því kom, að hún varð að kveðja föður sinn. En Rúnu þóttu lexíurnar langar og erfiðar. Að sitja á hörðum bekk og streitast við orð, sem hún skildi alls ekki, skelfing var það þreytandi. Rúna horfði í gegnum tárin á ljóta blettinn í stílabókinni sinni. Hvað myndi nú kennarinn segja: Hann kom 14

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.