Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 17

Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 17
alltaf nær og nær. Nú stóð hann bak við hana og horfði yfir öxl hennar. — Rúna þorði varla að draga andann, er hún beið eftir hinni alvarlegu á- minningu kennarans. En hann sagði ekkert. Rúna hefði orðið undrandi, ef hún hefði getað lesið hugsanir kennarans. Hann var að hugsa um það, að gullnir lokkar og blá augu gera engan að góð- um nemanda. Sjálft sólarljósið virtist fangið í lokkum Rúnu. Augu hennar voru eins blá og gleym-mér-ei-arnar niður við lækinn. En þegar að því I:om, að hún ætti að nema lexíur sínar, þá fann Rúna alltaf eitthvað skemrntilegra að hugsa um, hugsaði kennarinn. Hún gæti auðveldlega lært, ef hún vildi reyna það. Það var mjög leiðinlegt, að hún skyldi eyða tímanum svona til einskis. Kennarinn lagði höndina ekki óvin- gjarnlga á ljósa kollinn, en hann sagði ákveðinn: ,,Rúna Bell, þú verður að vera kyrr eftir skólatíma og skrifa þessa setningu fimm sinnum. Og engar klessur, mundu það!“ Tímarnir liðu ákaflega seint, og á eftir skriftartímanum kom landafræði og reikningur. Svo voru frímínúturn- ar. Það fannst Rúnu venjulega bezti tíminn í skólanum. En núna stríddu strákarnir henni með því að hlaupa og hoppa í kringum hana og hrópa: „Uli- arhaus! Ullarhaus!“ Rúna var fegin, þegar frímínúturnar voru búnar. Það, sem eftir var af skólatíma dagsins, virtist aldrei ætla að líða, en að lokum stóðu börnin upp og sungu lokasönginn. Og svo hlupu börnin út í sólskinið. Rúna var ein eftir. Hún varð að skrifa fimm sinnum þessa löngu setningu: ,,Vertu dugleg að læra, meðan þú ert ung.“ Og hún varð að skrifa það, án þess að setja nokkra klessu. Hún gat farið eftir hinum vandlega skrifuðu orðum, en hún gerði sér litla hugmynd um, hvað þessi löngu og leiðinlegu orð þýddu. Og henni stóð alveg á sama. Rúna leit á kennarann, sem sat við borð sitt og var að útbúa penna fyrir næsta dag. Hún andvarpaði djúpt og fór að skrifa með ískrandi fjöðurpenn- anum á drifhvíta örkina. Sólin var komin lágt á loft í vestr- inu, er Rúna að lokum lauk við síð- asta orðið. Það var ekki ein einasta blekklessa á vandlega skrifuðum lín- unum. En hve hún var þreytt, er hún labb- aði af stað heimleiðis! Skelfing var skólinn leiðinlegur! Hún ætlaði víst ekki að fara þangað aftur! Hún ætlaði að vera heima hjá ömmu. Elsku amma! Rúnu þótti vænna um hana en nokkurn annan í heiminum, fyrir utan pabba sinn vitanlega. Hún ætlaði að segja ömmu frá þessum löngu og leiðin- legu kennslustundum. Hún ætlaði að segja henni, hvernig strákarnir stríddu sér. Amma mundi skilja hana. En hve hún mundi vera fegin að hafa Rúnu heima hjá sér. Rúna var svo ánægð við þessa til- hugsun, að hún hljóp það, sem eftir var leiðarinnar heim. Amma, sem var í rósóttum baðmullarkjól með hreina, hvíta svuntu, sat á lágum ruggustól í eldhúsinu, í kjöltu hennar lá bréf. „Amma, ég ætla ekki í skólann aft- ur,“ hrópaði Rúna. „Eg er orðin þreytt á því að reyna að læra að lesa. Allir geta lesið betur en ég . . og . . strák- arnir stríða mér út af hárinu á mér.“ Amma sagði ekki neitt. Svo stakk ÚTI 15

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.