Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 18

Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 18
hún bréfinu í vasann og tók Rúnu í kjöltu sér. Amma hélt henni þétt og fór að rugga sér fram og aftur. „Þegar ég var lítil telpa,“ sagði amma, ,,hafði ég glóbjart hár og blá auga, eins og þú.“ Rúna hreiðraði betur um sig. — En hve henni þótti gaman að sögunum hennar ömmu. Fyrst hún ætlaði að vera kyr heima, þá mundi amma segja henni sögur á hverjum degi. En hve það var miklu. betra en að fara í skóla. Rúna dró andann djúpt af ánægju. „Mamma og pabbi bjuggu ásamt sex börnum sínum í bjálkahúsi í skógin- um,“ hélt amma áfram. „Indíánarnir voru allt í kringum okkur, þeir lædd- ust eins og skuggar á milli trjanna. Þótt pabbi segði, að þeir væru mjög vingjarnlegir, þá vorum við þörnin samt hrædd við þá. Oft, er ég lék mér við systkini mín, nálægt húsinu, komu ÚTI Indíánarnir og horfðu þögulir á okkur. í fyrstu vissi pabbi ekki, hvers vegna þeir voru svona forvitnir. En dag nokkurn komst hann að því. Indíán- arnir bentu á mig og tautuðu: Sólar- carn. Færir velgengi.“ Faðir minn sagði, að þeir væru hugfangnir af mér, vegna glóbjarta hársins og bláu augn- anna. Því ég var eina ljóshærða barnið. í fjölskyldunni. Oll hin voru dökk- hærð. Indíánarnir héldu, að sólarbarn- ið færði þeim, sem það var hjá, vel- gengni.“ Rúna hallaði glóbjarta kollinum upp að öxl ömmu. En hve hún var feg- in, að nú voru engir Indíánar." „Dag einn kom sjálfur Indíána- höfðinginn heim til okkar,“ hélt amma áfram. „Hann sagði, að þjóðflokkur sinn vildi, að ég kæmi og byggi hjá þeim í kofum þeirra. Indíánarnir mundu vera mjög góðir við hana — barnið með hárið eins bjart og sólar- ljósið og augu eins blá og himininn. Mikli andinn mundi vera þeim hlið- hollur, ef þeir hefðu sólarbarnið hjá sér. Þeim mundi ganga allt í vil — veiðin mundi vera góð og hátíðirnar góðar. Þessu hafði verið lýst yfir á ráðstefnunni í kringum eldana. Höfð- inginn var fús til þess að borga mikla fjárupphæð fyrir sólarbarnið — og það var hún gamla amma þín, vina mín.“ „En pabbi þinn seldi þig ekki, var það, amma?“ hrópaði Rúna. „Nei, nei,“ sagði amma. „Pabbi hefði aldrei selt mig, hve mörg bjórskinn sem höfðinginn hefði boðið honum. En eftir þann dag hafði mamma aldrei augun af mér. Þegar ég var orðin nógu gömul til þess að fara í skóla, þorði hún ekki að láta mig fara með hinum börnunum. Það var löng leið í gegnum skóginn til 16

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.