Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 19

Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 19
skólans. Mamma var hrædd um, að Indíánarnir mundu stela mér. Svo ég var kyrr heima á meðan systkini mín fóru í skólann til þess að læra að 'jsa og skrifa.“' „Ég ætla að vera kyrr heima hjá þér alveg eins og þú varst heima hjá mömmu þinni,“ sagði Rúna glaðlega. Amma ruggaði stólnum rólega. Loks hélt hún áfram með söguna. „Mamma- var svo önnum kafin að sjá um hina stóru fjölskyldu okkar, að hún hafði ekki tíma til þess að kenm mér að þekkja stafina. Þess í stað lærði ég að spinna hör, þurrka garn og vefa klæði. En þegar Indíánarnir fóru burt úr þessum hluta landsins, fannst mér ég orðin of gömul til þess að fara í skóla. Ég var næstum orðin fullorðin. Ég skammaðist mín fyrir að byrja með smábörnum, sem voru að læra að þekkja stafina. Eftir fáein ár giftist ég afa þínum og eignaðist mín eigin börn. Þá var minni tími til að læra að lesa en nokkru sinni áður. Þannig lærði ég aldrei að lesa — og nú get ég ekki lesið þetta bréf frá blessuðum syni mínum.“ „Bréf frá pabba?“ hrópaði Rúna. Nú voru margar vikur síðan faðir hennar hafði farið í stríðið. Þær höfðu verið að bíða eftir því að frétta frá honum. Nú var loksins komið bréf frá honum. Bréfið, sem gat sagt þeim svo margt — það lá óopnað í kjöltu ömmu. Það var eins og fjársjóður, sem glatazt hafði jykillinn að. Allt í einu kom vonar- glampi í augu ömmu. Rödd hennar skalf af ákafa. „Rúna, þú hefir gengið í skóla. Ef til vill getur þú lesið sum orðin . . . bara nóg til þess að við sjáum, að hann sé hress. Ef hann er bara öruggur og hraustur, þá getur hitt beðið.“ Amma braut innsiglið. Bréfið var stutt. Vissulega gat hún lesið eitthvað í því. Rúna tók bréfið. Varir hennar hreyfð- ust, er hún skoðaði það. „Að“, ,,og“ og „er“ — þau voru vandalaus — en hvað voru hin löngu og erfiðu orðin? Rúnu hitnaði í kinnunum. Hún leit snögglega á ömmu sína. Tár komu fram í augu hennar. Ó, hvers vegna hafði hún ekki verið iðnari í skólanum? Hún hafði ekki reynt eins og hún gat. Ef hún gæti nú bara sagt ömmu, að pabbi væri hress! , Rúna lét bréfið síga. „Ég get ekki lesið það,“ sagði hún kjökrandi og faldi andlit sitt við öxl ömmu sinnar. En ailt í einu datt henni snjallræði í hug. „Ég ætla að biðja Todd kennara. Ég er viss um, að hann les það fyrir okkur.“ Amma hristi höfuðið. „Mér finnst það skammarlegt að láta skólakennar- ann vita það, að svona gömul kona eins og ég er, skuli ekki kunna að lesa,“ sagði amma. Rúna lagði handleggina um háls ömmu. „Ó, amma, ég ætla að fara í skólann. Ég ætla að læra að lesa. Þá get ég auðveldlega lesið bréfið hans pabba fyrir þig.“ Rúna iá lengi vakandi þessa nótt. Það hlaut að vera eitthvað ráð til þess að læra fljótt erfiðu orðin í bréfi pabba. Loks læddist hún út úr rúminu. Hún kveikti varlega á kerti. Hún fann papp- ír, blek og fjöðurpenna. Hún breiddi bréf föður síns út á borðið og fór að skrifa upp lengstu orðin. Næsta morgun, er Todd kennari kom til skólahússins, sá hann þá óvæntu sýn, að Rúna sat þegar við borð sitt! Hún var komin á undan hinum nemendun- um. Áður en hann hafði tíma til þess ÚTI 17

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.