Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 20

Úti - 15.12.1942, Blaðsíða 20
að hengja upp hatt sinn, var Rún komin við hlið hans og hélt upp blaðinu sínu. „Kennari, viljið þér gera svo vel að segja mér, hvaða orð þetta er?“ Kennarinn reyndi að leyna undrun sinni. Hvers vegna skyldi Rúna litla, sem hingað til hafði ekki sýnt neinn áhuga á lexíum sínum, allt í einu langa til þess að vita, hvað svona langt og erfitt orð þýddi? ,,Mig langar svo til þess að skrifa það í stílabókina mína, ef yður er sama, kennari. Ég ætla að skrifa það aftur og aftur, þar til ég kann það utan að.“ Kennarinn sagði henni, hvað orðið þýddi. Hann skrifaði það í skrifbókina hennar með fallegu rithöndinni sinni. Strax er skólatíminn var búinn, þaut Rúna af stað heimleiðis. Er hún kom þjótandi inn í eldhúsið, kallaði hún: „Gettysburg! Gettysburg! Það var eitt af erfiðu orðunum í bréfinu hans pabba!“ „Gettysburg,“ endurtók amma henn- ar. „Þá hljóta þeir að vera að berjast þar. En hvort hann er hress eða særður. . . . Ó, bara að ég vissi það‘!‘ Hafi skólakennarinn verið hissa fyrsta morguninn, þá var hann miklu meir undrandi næsta morgun, er Rúna rétti honum miða, sem á stóð orðið „Suð urríkjahermenn“. Er barnið kom þriðja morguninn með orðið „Norðurríkjaher- mennirnir“, var áhugi hans vaknaður. Eftir skólatímann fór kennarinn heim með Rúnu. Amma tók á móti þeim við dyrnar. Kennarinn var svo kurteis og vingjarnlegur við ömmu, að áður en hún vissi af, var hún búin að setja ketil yfir eldinn og bauð honum tebolla. Og ömmu fannst hún alla tíð hafa þekkt kennarann. Hún vissi varla sjálf, hvern- ig á því stóð, en allt í einu var hún ÚTI farin að segja hónum af bréfinu frá syni sínum, og hvers vegna hún gæti ekki lesið það. Hún sagði honum söguna af sólarbarninu, sem Indíánarnir höfðu viljað fá til sín og alizt hafði upp án þess að læra að þekkja stafrófið. „Ég skil,“ sagði kennarinn vingjarn- lega. „Lofið mér að lesa bréf sonar yðar fyrir yður.“ Amma var skjálfhent, er hún dró bréfið upp úr vasanum. Svo settust hún og Rúna sitt hvorum megin við kennar- ann og hlustuðu ákafar á hann á meðan hann las: „Elsku mamma og Rúna, dóttir mín! Ég ætla nú að nota nokkrar mínútur til þess að skrifa ykkur stutt bréf um líðan mína og annað slíkt. Ég er í Gettysburg. Suðurríkjahermenn eru allt í kringum okkur. Það er krökkt af þeim eins og krækiberjum. En Norður- ríkjahermennirnir eru reiðubúnir. 'Ég vona, Rúna mín, að þú getir lesið þetta bréf. Reyndu að skrifa mér bréf. Ég mun vonast eftir því á hverjum degi. Ég má vera hinni alvitru forsjón þakklátur fyrir það, að mér líður vel og er hress. Vona að þetta bréf hitti ykkur hressar og glaðar. Guð blessi ykkur báðar. Kærar kveðjur. John Bell.“ „Guði sé lof,“ sagði amma og augu hennar ljómuðu. Kennarinn stóð á fætur. Hann lagði blíðlega höndina á glókoll Rúnu. Hann leit á hana vingjarnlegur, en alvarleg- ur. „Rúna mín,“ sagði hann alvarlega. „Vertu dugleg að læra, meðan þú ert ung.“ 18

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.