Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1930, Blaðsíða 4

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1930, Blaðsíða 4
Á ferð eftir Ubangi-fljótinu í Afríku til að leita að stað fyrir kristniboðsstöð. Hjörtu Indíánanna verða fyrir áhrifum Guðs anda. Á mjög afskektum stöðum í Mexsíkó, hafa himnesk áhrif komið Indíánum til að leita ljóssins. Kristniboðinn skrifar: „Til pess að sýna hvernig boðskapurinn berst áfram, langar mig að minnast á Indíána- konu eina 65 ára að aldri. Hún fær ekkert kaup. Hún fær enga peninga til að greiða með farareyri. Til pess að afla sjer viðurværis tekur hún litla svarta hand- tösku, og fyllir hana bókum og smáritum, sem hún selur. Jeg veit um yfir 100 sálir sem pessi kona hefir flutt inn í ljósið.“ Oss hafa borist fregnir af Indíána-pjóðflokki einum, er býr við Panamaeiðið. Dessi pjóð- flokkur hafði áður ráðist á kristniboða vora, en nú hefir hann tekið með fögnuði á móti starfsmanni frá oss. „Camall, gráhærður mað- ur kom til okkar,“ sögðu peir, „og sagði okkur, að pað mundi koma einhver og fræða okkur um hina dýrðlegu komu hins himneska konungs, og að við ættum að búa okkur undir petta.“ Hver veit hvort petta hefir verið maður eða engill? Að minsta kosti hefir boð- skapurinn um hina bráðu endurkomu Krists borist til pessara villimanna-hjeraða. Ófundin hjeruð eru ekki framar til á jörðunni. Armleggur Drottins hefir, bókstaflega sagt, lokið upp öllum dyrum alt til endimarka veraldarinnar. James C. Young skrifar grein bls. 2 í tímaritið „Current History," par segir hann: „Á 25 árum hafa mennirnir náð til ystu endimarka jarðarinnar. Daginn“pann í dag er ekki til í heiminum ein einasta ókönnuð borg, ekkert ókannað meginland, engin ófær eyðimörk.. . pannig tekuræfintýri aldanna enda.“ Detta er bending til vor um að boðberum fagnaðarerindisins sje greiddur vegur til ystu endimarka jarðar. Ljósið varpar geislum sín- um miklu lengra en viðleitni vor hefir náð. Guð hefir undirbúið hjörtu mannanna beina leið af himnum. Típúsundir kristniboða hefðu ekki getað gjört pað, sem Guðs andi hefir framkvæmt á hverjum pjóðflokknum eftir annan með pví að snúa hjörtum mannanna frá myrkrinu og vekja hjá peim prá eftir ljósinu. Vjer höfum boðskap um fullkominn Frelsara fyrir öll endimörk jarðar. Um Jesúm er sagt: „Fyrir pvi getur hann og til fulls frelsað pá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð, par sem hann ávalt lifir, til að biðja fyrir peim.‘“" Hebr. 7, 25. Washington D. C. Endurkoma Drottins hefir á öllum tímum verið von hinna sönnu barna hans. Loforð Frelsarans, er hann skildi við lærisveina sína á Olíufjaliinu, um að koma aftur, varpaði björtum geislum á framtíð peirra og fylti hjörtu peirra von og gleði. Indíánarnir á aðalaðseturstað vorum á Amazonsvæðinu sýna Stah kristniboða og konu hans, hvar fjalla-þjóðflokkur, sem hefir beðið um kennara, á heima.

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.