Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1930, Blaðsíða 22

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1930, Blaðsíða 22
jarðarinnar kveina, og pær munu sjá manns- soninn komandi á skýjum himins.“ Matt. 24, 27. 30. Guð sýndi Jóhannesi pessa hluti í spámannlegri sýn fyrir rúmum átján öldum, og pessi postuli lýsir komu Frelsarans með pessum skýru og alvarlegu orðum: „Sjá, hann kemur í skýjunum, og hvert auga mun sjá hann, og allar kynkvíslir jarðarinnar munu kveina yfir honum.“ Op. 1, 7. En við alla pá, sem vænta hans og elska opinberun hans, segir Jesús: „Rjettið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, pví að lausn yðar er í nánd.“ Lúk. 21, 28. Hver er sá sann- kristni maður, sem ekki fagnar yfir peirri hugsun, að vor kæri Frelsari kemur bráðlega. „Jeg fer burt til að búa yður stað,“ sagði hann við lærisveina sína og par með við öll börn sín. „Og pegar jeg er farinn burt og hefi búið yður stað, kem jeg aftur og mun taka yður til mín, til pess að pjer sjeuð par sem jeg er.“ Jóh. 14, 2. 3. Dá rætast allar fegurstu vonir Guðs barna. Barátta, stríð og erfiðleikar pessarar jarðar er pá horfið. „Dá skal pjóð mín búa í heimkynni friðarins, í híbýlum öruggleikans." „Eilíf gleði skal leika yfir höfðum peirra; fögnuður og gleði skal fylgja peim, en hrygð og andvarpan flýja.“ Jes. 32, 18; 35, 10. „Tjaldbúð Guðs er meðal mannanna, og hann mun búa hjá peim . . . Og hann mun perra hvert tár af af augum peirra, og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur nje vein nje kvöl er framar til; hið fyrra er farið . . . Detta eru orðin trúu og sönnu.“ Op. 21, 3 — 5. Dað var pessi dýrðlegi dagur, sem Páll postuli leit til, pegar hann á gamals aldri og skömmu fyrir píslarvættisdauða sinn, skrifaði pessi innblásnu orð hinum unga vini sínum og samverkamanni, Tímóteusi: „Jeg hefi barist góðu baráttunni, hefi fullnað skeiðið, hefi varð- veitt trúna. Og nú er mjer geymdur sveigur rjettlætisins, sem Drottinn mun gefa mjer á peim degi, hann hinn rjettláti dómari; en ekki einungis mjer, heldur og öllum peim, sem elskað hafa opinberun hans.“ 2. Tím. 4, 7. 8. Hamingjusamur er hver sá, er elskar opin- berun Frelsarans og býr sig undir penna mikla viðburð, nú á yfirstandandi tíma! bls. 20 í skógum Brasilíu. Brasilía er möguleika-land. Langt inni í pessu stóra landi eru margir Indíána-pjóðflokkar, sem ekki pekkja neitt til siðmenningar. Deir eru fáfróðir og hjátrúarfullir og lifa lífinu í vonleysismyrkri. Deim er pörf á pví að fá hlutdeild í hinu vonarríka fagnaðarerindi; peir purfa að fá hjálp í sjúkdómum sínum og neyð. Og pað er í pessum atriðum sem vjer reynum að veita peim hjálp. Frá öllum hliðum leit- umst vjer við að prengja oss inn í hin víð- áttumiklu hjeruð inni í landinu. Að vestan- verðu störfum vjer meðal viltra Indíánapjóð- flokka á efra Amazonhjeraðinu h. u. b. 3000 km frá árósum Amazonfljótsins, í norðan- verðri Brasilíu meðal hinna svo kölluðu „Dav- is-Indíána“ að austanverðu meðal Maues-Indí- ána í neðra Amazonhjeraðinu og meðal Car- ajas-Indíána við stórfljótið Araguya, 1600 km eða meira inni í landinu að sunnan. Fyrir skömmu fengum vjer brjef frá A. N. Allen kristniboða, er starfar meðal Carajas- Indíánanna og leitast við að hjálpa peim í veikindum peirra og hinni miklu neyð. Hann skrifar okkur á pessa leið: „Margir Indíánar eru nýdánir. Detta hefir or- sakað pað, að Indíánarnir hafa pví nær mist traustið á töframönnum sínum. Svo fljótt sem unt er pyrfti læknir að koma hingað til hjálpar. Dá mundum vjer geta framkvæmt undravert starf með pessari á endilangri. Maður einn, sem heirna á nokkurar mílur frá Sao Jose, var borinn hingað til okkar í hengibóli. Við gjörðum pað sem við gátum fyrir hann, og nú er hann kominn heim og er á góðum bata- vegi. Við höfum purft að fást við marga al- varlega sjúkdóma meðal Indíánanna. Deir eru purfandi og auðmjúkir og hafa mikið yndi af pví að heyra um vininn, sem hefir sigrað dauðann." Hjer starfa kristniboðar vorir h. u. b. 650 km frá járnbraut, 400 frá lækni, síma og lyfja- búð og yfir 150 km frá pósthúsi. Deir eru utan takmarka menningarinnar. Höggormar koma stundum inn í kofa peirra og jagúarinn ráfar kringum heimili peirra. PRRNTSMIÐJA QEISI.ANS, REYKJAVlK

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.