Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1931, Blaðsíða 4

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1931, Blaðsíða 4
 \i Dr. J. Andrews, Tíbet, opnar meðalastokk sinn til þess að hjálpa konu frá Tíbet. Hún hefir leitað hann upp á ferð hans til þess að fá hjálp við sjúkdómi. Kona þessi borgaði lækninum með mjólk- urflösku og osti frá hjörð sinni. um stöðum í heiminum par sem lífsskilyrðin eru mjög óglæsileg. Á hverju ári menta peir og marga kennara, er fara svo til hinna óment- uðu landa til þess að setja á stofn skóla, par sem parlendir menn geta fengið mentun. Deir koma og upp prentsmiðjum víða um heim og gefa út fjölda bóka og blaða, er fjalla um heil- brigðismál, mentamál og trúmál, og sérhver getur lesið á sínu eigin tungumáli. Deir senda út kristniboða, er kenna mönnunum Quðs orð og segja peim frá dýrð Jesú Krists, Quðs sonar. Sjöunda dags Aðventistar hafa á vorum tím- um flutt fagnaðarerindi Krists ásamt pjónustu pess mannkyninu til heilla, til 139 landa heims- ins á yfir 400 tungumálum, og bæta nýju tungumáli við í hverri viku. Deir eiga 58 for- lagshús, er gefa út bækur, blöð og rit á 141 tungumáli. Tíu púsundir innlendra manna fá mentun í skólum peirra í Afríku, Suður-Ameríku, Kína, Indlandi og öðrum kristniboðslöndum. Aðventistar leggja mikla áherzlu á heilbrigð- ismálin og lækningastarfsemina. í Nyassalandi, sem er austarlega í Mið-Afríku, hafa peir t. d. sett á stofn sjúkrahús fyrir líkpráa, er rúmar 120 sjúklinga. Dar eru gjörðar við pá hinar beztu vísindalegu tilraunir sem unt er að gjöra, og á hverju ári fara margir peirra heilbrigðir heim til sín. Detta er aðeins eitt af hinum mörgu slíku stofnunum í Afríku. Á Indlandi eiga peir mörg sjúkrahús og lækn- ingastofur. Sumar pessara stofnana hafa par- lendir stjórnendur í ýmsum héruðum gefið. í Shanghai í Kína hafa peir komið upp Bls. 2 stóru heilsuhæli og sjúkrahúsi og par að auki sex hæða fjölklíník. Til að koma á fót pess- um stofnunum, fengu peir ríkulega hjálp hjá efnuðum Kínverjum. Annarstaðar í Kína hafa peir og sjúkrahús og lækningastofur. Hinn nýkrýndi keisari í Abessíníu, Ras Taffari, hefir veitt peim fjárstyrk til að koma upp sjúkrahúsi í einni af borgum sínum. íbú- arnir í Penxang á Sumatra gáfu peim ríku- legar gjafir til að byggja heilsuhæli par, og svipað pessu er pað um heim allan. Kristniboðsskip vort „Messenger“ (Boðberi) fyrir læknakristniboðið á Alaska, fljótandi sjúkrahús í smáum stíl. Eina ráðið til að ná til hinna innfæddu á ströndum Alaska, er að fara sjóleiðina. Á síðustu 29 árum hefir félag Sjöunda dags Aðventista sent kennara, kristniboðslæknir eða prédikara priðja hvern dag til annara heimsálfa. Til pessa parf mikið fé, meðlimir félagsins gefa sjálfir óspart til pessarar starf- semi. Aðventistar í Norður-Ameríku, menn, konur og börn, gefa að meðaltali 75,000 dollara (337,500 00 kr.) árlega. Detta líknarstarf íyrir pjáða og bágstadda hefir mikil áhrif á heiðingja-heiminn. Menn- irnir öðlast pekkingu á kærleika Krists fyrir pá umhyggju, sern peir finna að borin er fyrir velferð peirra. Deir finna, að peir sem upp- fræða pá og hjálpa peim í likamlegri neyð peirra, hafa sama lunderni og maðurinn frá Galíleu, hann, sem gekk um kring og gjörði gott og læknaði alls konar mein. * * * „Hvað á ég að gjalda Drotni fyrir allar velgjörðir hans við mig? Ég lyfti upp bikar hjálpræðisins og ákalla nafn Drottins; ég greiði Drotni heit mín og pað í augsýn alls lýðs hans“. Sálm. 116, 12—14.

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.