Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1931, Blaðsíða 25

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1931, Blaðsíða 25
' Eins og á dögum Nóa og Lots heyrist nú hin háværa raust nautnagirninnar. Inni par sem dansinn er stiginn í algleymingi milli borða, sem hlaðin eru munaðarvöru, parna í nætur-klúbbunum, sem fullir eru af tóbaks- reyk, par heyrast margar tælandi raddir, er hvetja til syndsamlegs unaðar — en dýr, já, mjög dýr verður fórnin, sem lögð er á altari siðspillingarinnar! Aldrei hefir heimurinn verið eins tælandi og nú á dögum; aldrei hefir myrk- rahöfðinginn kunnað eins vel og nú, að slá á strengi eigingirninnar, sjálfselskunnar og fýsnanna í mannssálunni. Eins og raust vænd- iskvendis, svo er kall heimsins; „hunangs- seimur drýpur af vörum annars manns konu og gómur hennar er hálli en olía. En að síð- ustu er hún beiskari en malurt, beitt eins og tvíeggjað sverð. Fætur hennar ganga niður til dauðans, spor hennar liggja til Heljar.“ Orðskv. 5, 3 — 5. Já, heimskan kallar, og margir heimskingjar láta tælast. En „amstur heimsk- ingjans preytir hann, par eð hann ratar ekki veginn inn í borgina.“ (Préd. 10, 15.) Vizkan kallar. En gegnum veraldarskvaldrið heyrist og önnur raust. „Spekin . . . hefir sent út pern- ur sínar; hún kallar á háum stöðum í borg- inni.“ Hún segir: „Ótti Drottins er upphaf vizkunnar og að pekkja hinn Heilaga eru hyggindi.“ Orðskv. 9, 1 —10. Kristur, sem er „kraftur Quðs“ (1. Kor. 1, 24), kallar. Og pað kall er líf hverjum peim, sem pví hlýðir; pví „að í pví er hið eilífa líf fólgið, að peir pekki pig, hinn eina sanna Quð, og pann sem pú sendir, Jesúm Krist.“ Jóh. 17, 3. Allir eigum vér pví kost á að velja um pað að hlýða raustu heimskunnar og hégóm- ans, sem leiðir til dauða, eða raustu hygninn- ar, sem veitir „pekkingu á hinum Heilaga“, sem og er líf. Hverri raustinni vilt pú hlýða? „Alvaldur, Quð, Drottinn talar og kallar á jörðina í frá upprás sólar og til niðurgöngu hennar.“ (Sálm. 50, 1). Hvers vegna sýnir Quð pað lítillæti að kalla á jörðina? Vegna pess að hann elskar oss mennina. „Með æv- arandi elsku hefi ég elskað pig“ (Jer. 31, 3), segir Drottinn, og hann getur ekki polað að sjá, að mennirnir gangi á vegi glötunarinnar. Dótt Guð hati syndina, elskar hann pó synd- ara og gjörir sér ant um velferð peirra. Harn vill frelsa pá frá syndum peirra (Matt. 1, 21) og gjöra pá eilíflega farsæla. Hvernig kallar Guð? „Svo elskaði Quð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn“. Jóh. 3, 16. Og sonurinn kom til pessarar jarðar. Hann varð „manns- ins sonur“; og alt líf hans hér í pessum synduga heimi, var hróp til mannanna um að snúa sér frá hinu illa og ganga veg sann- leikans og hreinleikans. Degar hinn mikli mannfjöldi safnaðist kring- um hann við Genezaret-vatnið eða uppi til fjallanna, hljómaði raust hans, er hann kall- aði til mannanna, stundum með valdi og niætti, stundum mild og blíð, eins og móðurröddin pegar hún kallar barnið sitt til sin. Degar einhver pyrst sála varð á vegi hans, hafði hann ætíð á reiðum höndum hugsvölunarorð til slíkra; já, hann ljet aldrei neitt tækifæri ónotað til pess að leiða hina pjáðu, hina hreldu og hröktu, hina purfandi og hungruðu til hans, sem er hjálp í sérhverri neyð. Dessi hrópandi raust er ekki pögnuð. Hin ástúðlegu orð „komið til mín, allir pér, sem erfiðið og punga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld,“ (Matt. 11, 28) hljóma eins innilega enn í dag. Enn heyrist raust hans gegnum mannfjöldann: Ef nokkurn pyrstir, pá komi hann til mín og drekki!“ (Jóh. 7, 37), og aldrei hefir petta átt betur við en í dag, að „Meistarinn er hér og kallar á þig.“ Hann kallar á margan hátt. Ekki aðeins pegar pú hlýðir á orð hans flutt í hans heil- aga húsi, eða pegar pú situr í næði og ígrund- ar boð hans. Ef til vill eru peir fáir, er á vorum dögum gjöra pað. Dað er pegar sjúk- dómur hefir lagt pig á sóttarsængina, eða pegar sorgin yfir ástvinamissi pjakar pér, sem hin blíða raust berst pér að eyrum: Kom! Ég hefi lækningu handa pér við öllum meinum! Hefir pú aldrei heyrt pá raustu. Dú heyrir og lest um „voðafyrirburði og tákn mikil“ Bls. 23

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.