Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1931, Blaðsíða 27

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1931, Blaðsíða 27
SMÁSAQA FYRIR BÖRNIN Húsið þar sem Naomi fæddist, og þar sem móðir hennar var jörðíið. Maðurinn, sem stendur til hægri handar á myndinni, er faðir Naomi. Litla stúlkan, sem bjargað var frá að vera grafin lifandi. Naomi, þegar hún var sex ára göm- ul lítil, sak- laus stúlka. Færi tnaður með gufuskipi frá San Francisco til Ný-Hebridseyjanna, þar sem Naomi er fædd, mundi maður vera heilan mánuð á leiðinni. Fyrst mundi maður kotna til Astralíu og þar á eftir þurfa eina viku enn tneð litlu gufuskipi til að komast þangað. Á þessum eyjum býr blökkumanna þjóðflokkur. Fyrir nokkurum árum voru þeir allir villimenn, er drápu hvér annan og átu. Árið 1912 reistu kristniboðar vorir kristniboðsstöð á hinni litlu, eyju Atchin, sem er rétt við Malekula- ströndina. I fyrstu voru eyjarskeggjar mjög óvin- veittir kristniboðunum, en smátt og smátt þáðu þeir að kristniboðarnir lijálpuðu þeim, er þeir voru sjúkir, og þannig atvikaðist það, að þeim fór að skiljast, að þessir hvítu menn vildu þeim vel og að þeir væru þangað komnn til þess að gera þeim gott, og eftir það varð þeim hlýrra til kristniboðanna. Tveir þessara fyrstu kristniboða voru Norman Wiles og kona hans, ung hjón frá Ástrallu. Skömmu eftir að þau voru þangað komin, kom fyrir atvik, er sýnir, hve óttalega hluti þessir villimenn gera. Dag nokkurn fæddist stúlku- barn á eyjunni Atchin. Hefði barn- ið verið drengur, mundu hafa verið slegnar bumbur til þess að kunngjöra öllutn frjettirnar; svíni mundi hafa verið slátrað og veizla haldin drengnum til heiðurs, og mikil gleði mundi hafa verið á ferðum. Eti enginn kærði sig neitt uni stúlkubarn, hún var látin liggja á laufblöðum úti í horni og enginn skifti sjer neitt um ltana. Fáeinum dögum seinna dó móðir barnsins, og samkvæmt sið- venju var ákveðið að jarða barnið með henni. Frú Wiles frétti þetta og ltún varð mjög hrygg. Hún bað um að fá barnið, og var henni veitt sú bón. Þannig atvikaðist það, að litlu stúlkunni, sem kristniboðarnir kölluðu Naomi, var bjargað frá því að vera grafin lifandi. Menn grófu grunna gröf í moldargólfið í kofanttm þar sent fjölskyldan bjó, og þar jörðuðu þeir móður- ina. Og í þessum kofa bjó fólkið í 40 daga eftir þetta, eins og siður var; þá flutti það úr kofanum og lét ltann detta niður yfir gröfina og fúna þar. Á myndinni af kofanum sést faðir Naomi, hann er klæddur eins og Evrópumaður. Þegar kristniboðarnir tóku að sér barn hans, fór Itann að klæða sig eins og hvítir menn. Frú Norman Wiles með litlu Naomi, sem hún hafði bjargað frá að vera grafin lifandi. Naomi litla ólst upp á kristnu heimili - - og varð mjög ólík þjóðflokki sínum, er bjó í nágrenni við hana. Hún elskaði Jesúm og það var gleði hennar að hjálpa kristniboðunum, er þeir leituðust við að bjarga lífi annara ungbarna og vísa fólkinu betri veg. Svo var Naomi eitt sinn send til Ástralíu, og þar sá jeg hana, er hún var sex ára gömul, Hún var inndæl og sannkristin telpa. Hún gekk I hvíldardags- sköla og bað til Quðs kveld og morgna. Seinna kom hún til Fidji og var þar hjá séra Stewart og konu hans, sem tóku hana að sér. Nú er faðir Naomi orðinn kristinn og er forstöðumaður safnaðar hinna kristnu manna á eyjunni Atchin. Það er ósk hans og annara, að Naomi komi aftur til Ný-Hebridseyj- anna og hjálpi kristniboðunum til þess að fræða fó’lkið þar um veg lífsins. Mun Naomi ekki vera þakklát fyrir það, að kristni- boðarnir komu til Atchin? Og ættum vér ekki að gera alt, sem vér getum til þess að hægt verði að senda kristniboða til þessara dimmu heiðingjalanda? Af. E. Kern,

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.