Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1932, Blaðsíða 22

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1932, Blaðsíða 22
af þyrnirunni. Hann var stöðugt að velta j>ví fyrir sér, hvað ætti til bragðs að taka. Hann hafði svo að segja afráðið, að láta undan for- eldrum sínum og pví illa, sem gerði vart við sig í hjarta hans sjálfs, er hann alt í einu leit upp og sá, að hann stóð augliti til aug- litis við stórt ljón. Hvað átti hann að gera? Dað var enginn staður, sem hann gæti flúið til, og par að auki var slíkt próttleysi komið yfir hann, að honum íanst fætur sínir pungir sem blý. Hann komst ekkert úr spor- unum heldur stóð eins og negldur við blett- inn, sem hann stóð á. Ljónið urraði og bjó sig tii að stökkva á hann og læsa í hann klónum. Daníel mintist nú sinna vondu hugs- ana og áforms síns um að hverfa frá Quði sínum, og í hinni miklu neyð bað hann nú til Drottins: „Góði Guð, fyrirgefðu mér mínar illu hugs- anir, rektu ljónið burt og bjargaðu mér óverð- ugum frá dauða, pá skal ég altaf reynast pér trúr.“ Guð heyrði bæn Daníels. Ljónið urraði lítið eitt enn, starði á Daníel nokkur augnablik, sem honum fanst svo löng sem ár væru, sneri svo hægt við og fór burt. Daníel hefur haldið loforð sitt, og nú er hann dugandi og áhrifaríkur kristniboði, og forvígismaður æskulýðsstarfseminnar meðal síns eigin pjóðflokks, Luo-pjóðflokksins í Kavirondo í Austur-Afríku. G, A. Lindsay. Norður-Afríkumaður ineð „eyðimerkurskip" sitt — úlfaldann. Menn ríðandi úlföldum yfir eyðimörkina Sahara. Dað sem konurnar í heiðingja-löndun- um eiga iagnaðarerindinu að þakka. (Framh. frá bls. 18.) peirra. Síðan skáru óvinirnir hér og hvar stykki úr líkama peirra og suðu, og átu fyr- ir augunum á föngunum sjálfum. Dess konar hryllilegir siðir heyra nú fortíðinni til, og er pað árangur af áhrifum fagnaðarboðskaparins. Er kristniboðsstarfsemi var hafin í bæ peim, er Jauroro átti heima í, gaf hún nánar gætur að pví hver áhrif kristindómurinn hefði á aðra, en sjálf var hún ekki fljót á sér að veita hon- um viðtöku. Systir hennar lærði um pessar mundir að lesa og skrifa, og tók kristna trú. Detta snart hjarta Jauroro, og nú gleðst hún einnig í frelsi fagnaðarerindisins. Nú er hún orðin öldruð, en glöð og hamingjusöm og virt og elskuð af öllum R. H. Tutty. X~í/ aímenníngts/ Meó þessum linum vitjum vér /ullvissa alla um, aó sérhver fjúrupphœö, sem menn kyhnh að vilja gefa til rehsturs trúbodsins, mun samvizku- samlega veröa send til gjaldkera Sjöundadags Aöventista á íslandi. sem siðan sér um framhalds- sendinguna. Peningarnir eru eingöngu notaðir til heiðingja-trúboðsins. Sérhver gjöf hvort hún er stór eða litil, er á öllum tímum þegin með þakklœti. Og vi/ji einhver styrkja sérstaka grein starfsins, eða eitthvert sér- stakt land, af þeim, sem nefnd eru í þessu blaði, þá mun gjöfini verða með þakklœti veitt viðtaka og komið til rétts aðilja. Gjaldkeri starfsins á íslandi, hr. Magnús Helgason, Ingóifsstrœti 19. Reykjavik, íekur á móti og kvittar fyrir sérhverri gjöf. ghcnfsm ídja Jfeísíans, fA’et/fiJavík. Bls. 20

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.