Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 2

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 2
1. Bóksölukristniboðinn Jethu Mall selur indverskum lækni bækur kristilegs efnis. 2. Kona F. Muderspach kristniboða, sem er hjúkrunarkona, hefur sjúkling til meðferðar úti fyrir hinni gömlu lækningastofu í Utim- baru í Austur-Afrlku. 3. 2 ungar konur, sem breiða út kristilegar bækur og blöð meðal Lappa og Finna. Þær takast á hendur langar ferðir á hreindýrum einar síns liðs yfir óbygðir, til þess að heimsækja þá, sem búa á afskektum stöðum. 4. Bikubea-þorp á norðurhluta Sýrlands. 5. Þessir kínversku menn vinna með miklum dugnaði að þvi að breiða út kristilegar bókmentir meðal hinna heiðnu íbúa Kína. 6. Þessi dreng- ur þjáðist af sullaveiki. Hann var skorinn upp, sullurinn tekinn, og nú er hann albata. 7. Fimm pör hjóna, er giftust í sama skiptið. Þessir ungu menn og konur heyra til Telugu-þjóðflokknum á suðurhluta Indlands. Áður hefur þetta fólk, samkvæmt gamalli landsvenju, búið saman og átt börn ógift. Strax og það verður kristið, biður það um giftingu að kristnum sið. Stofnun hinna kristilegu heimila er einn ljósasti votturinn um kraft fagnaðarerindisins. 8. Tvær ungar kóranskar konur (þær sem eru í dökku pilsunum) selja kristi- legar bækur. 9. Stúlkur frá skóla vorum í Adis Abeba í Abessíníu. 10. Prentsmiðja vor á landamærum Tíbet. 11. Einn kristniboða vorra í Papua á Nýju Guineu er að reyna að bjarga lífi innlends manns, sem höggormur hefur bitið. 12. Kristinn höfðingi í Ruanda í Mið-Afríku. Í^EftöUUUBS®3^ ^ÍMjUW^ Q0>OOOOOOOOOOOO<nCu____________ Til allra þjóða Sjöunda dags Aðventistar eru að reyna að framkvæma hina miklu kristniboðsskipun Drottins, og boða því fagnaðarerindið í 141 landi, á 455 tungumálum og hafa í kristniboðslöndunum 9447 evangelista, lækna, hjúkrunarmenn og hjúkrunarkonur, bóksala og kennara. Þeir reka alls í heiminum 112 heilsuhæli, sjúkrahús og lækningastofur, 2183 skóla með 90465 nemendum, einnig 68 forlagshús, sem gefa út bækur, blöð og rit um krist- indóm og heilbrigðismál á 152 tungumálum. urtníflnnnn/tors »<«!8nnníi!fitt%»_ íísflnnn/tex—<«í®sinníBhr, .... ... .... ,QQ>OOOOOOOOOOOO<Q0>OOOOOOOOOOOO<Q>OOOOOOOOOOOO<0>OOOOOOOOOOOO<Q>.

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.