Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 3

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 3
Livingstone-tréð í Betsjuana-landi i Suður-Afríku. í skugga trésins, þar sem Livingstone byrjaði læknakristni- boðs-starf fyrir inn- fædda Afríkumenn, hafa læknakristni- boðar nútímans lækningastofu undir beru lofti. KRISTNIBOÐIÐ í AFRÍKU EFTIR L. MUDERSPACH formann Norðurlandadeildar S. D, A. Fyrir mörgum árum gekk kona ein, sem ekki var klædd að hætti tískunnar, eftir þjóðvegi einum á Skotlandi. Við hlið henni gekk unglingspiltur, pað var sonur hennar, sem nú var að leggja af stað út í heiminn. Konan stöðvaði loks gönguna, nú hafði hún ekki tima til að fylgja syni sínum lengra. „Róbert“, mælti hún, „lofaðu mér einu“. „Hverju á ég að lofa“, spurði pilturinn. — „Lofaðu mér einu“, sagði móðirin aftur. En sonurinn var jafnmikill Skoti og móðir hans, og sagði: „Dú verður fyrst að segja mér við hvað pú átt, áður en ég lofa pér nokkuru“. „Dað er nokkuð, Róbert, sem pú átt hægt með að gera. Lofaðu móður pinni pví“. Hann horfði framan í hana og mælti: „Jæja, mamma, ég skal gera alt sem pú biður mig um“. Hún lagði hendur um háls honum, prýsti honum fast að sér og mælti: „Róbert, nú fer pú út 1 vondan og óguðlegan heim. Byrjaðu hvern dag með Guði, endaðu hvern dag með Guði“. Síðan kysti hún hann, og\Robert Moffat segir, að sá koss hafi gert sig að kristniboða. Og Jósef Parker segir, að pegar Róbert Mof- fat hafi sameinast Guðs ríki, hafi heilt megin- land einnig sameinast pví. Róbert Moffat varð hinn mildi brautryðjandi á hinu stóra meginlandi, par sem heiðindóms- myrkrið grúfði yfir. Hann byrjaði starf sitt meðal Hottentottanna og gat snúið höfðingj- anum Jager, Afrikumanni, sem með villi- mannaháttum sínum vakti ótta og skelfingu hvarvetna í Suður-Afríku, alt frá Oranje-fljót- inu og til Kap-ríkisins. Morð og rán auðkendu vegu hans, og engum var mögulegt að stöðva hann. — Til bústaðar pessa villimanns lagði Moffat leið sína og vann ótrauðlega að sálu- hjálp hans, pangað til að Afrikumaðurinn Jager snéri sér til Guðs. — Úlfurinn varð að lambi. Degar hann árið 1823 fann að dauð- inn nálgaðist, kallaði hann saman kynsmenn sína og áminti pá um að leita Guðs og Iifa heilögu og kyrlátu lífi. Er Moffat eitt sinn heimsótti Kap-ríkið, gift- ist hann trúaðri konu frá Englandi og fór svo ásamt henni til Betschuaner-þjóðflokksins, sem býr milli Ornaje- og Sambesi-fljótanna og milli Katlambo-fjallanna i austurátt og Bls.. 1

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.