Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 4

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 4
Meðan Davið Liv- ingstone vann í vefarastofunni, fann hann sig kall- aðan til að verða læknakristniboði. Hann notaði þvl allar tómstundir sínar til þess að búasigundirfram- tíðarstarf sitt. hinnar miklu Kalhari-eyðimerkur í vestri. Dótt það væri ánægjulegt að tala um starfsemi hans þarna, verður þó að láta það ógert, með þvi að oss fýsir einkum að tala um tengdason hans, DAVÍÐ LIVINQSTONE, sem átti svo afarmikinn og víðtækan þátt í landkönnun Afríku og framgangi kristniboðs- ins í Mið-Afríku. Dað er alkunnugt, að Davíð Livingstone var fæddur í Blantyre á Skotlandi, og að hann strax tíu ára gamall byrjaði að vinna í vef- arastofu, til þess að hjálpa til að framfleyta fjölskyldunni, og að þekkingarþorsti hans var svo mikill, að hann lagði bókina sína á vef- inn til þess að geta lesið dálítið, þrátt fyrir skröltið í vélunum. Hann stundaði af miklu kappi latínunám, og bækur vísindalegs efnis og ferðasögur, var það, sem honum gatst einna best að. Hann var alinn upp á fátæku, en mjög guðræknu heimili, og tvítugur að aldri gaf hann Quði hjarta sitt. Alt í frá bernsku hafði hann heyrt talað um kristniboðið, en það var þó ekki fyr en hann hafði sótt sam- komu hjá dr. Gutzloff og heyrt hina innilegu beiðni hans um að koma Kína til hjálpar, að hjá honum vaknaði veruleg löngun til að verða kristniboði. Læknakristniboðs-hugmyndin var í þann tíð ný, en Livingstone var það ljóst, að til þess að geta gert sem mest gagn þarna úti, varð hann að vera læknir, og því fór hann nú að lesa læknisfræði af mesta kappi í Glasgow og einnig tók hann sér tíma til að hlýða á guðfræðifyrirlestra. Dað var þó ekki Kína, sem Livingstone var sendur til. Kristniboðsleiðtoginn mikli hafði ákveðið að hann skyldi helga líf sitt Afriku. Róbert Moffat, sem var heima í Englandi til að hvíla sig eftir 23 ára starf í Suður-Afríku, kom af stað voldugri hreyfingu alt um kring á Bretlandi, er hann sagði frá því sem hon- um hafði mætt á kristniboðssvæðinu. — Hinn ungi landi hans varð gagntekinn af áhuga fyrir starfinu meðal svertingjanna, og eftir að hafa verið aðeins eina nótt á gamla heimilinu í Blantyre, lagði hann af stað þann 17. nóv. 1840. Systir hans skrifaði þannig um síðasta kveldið, sem þau voru saman heima: „Ég man hvernig faðir minn og Davíð töluðu fram og aftur um horfur kristniboðsins. Deir voru sammála um, að sá tími myndi koma, þegar auðmenn heimsins og stórmenni myndu telja það heiður, að styðja kristniboðið í stað þess að eyða fé sínu í óþarfa. Um morguninn fór- um við á fætur kl. 5. Davíð las sálminn 131. og 135. og bað bæn. Faðir minn og hann fóru síðan til Glasgow, þar ætlaði Davíð að taka skip til Liverpool". Við bryggjuna þarna sá Davíð föður sinn í síðasta sinni. Gamli maðurinn gekk hægt og seinlega heim til Blantyre, vafalaust í þungu skapi en þó þakk- andi Guði. Nú hafði Davíð beint sjónum sín- um að hinu dimma meginlandi. Fyrstu 9 árunum, sem hann dvaldi í Afríku, varði hann aðallega til að starfa meðal Betchuana-þjóðflokksins; vann hann kappsam- lega að því að boða gleðiboðskapinn þessum ósiðuðu heiðingjum. Hann var jafnötull að vinna meðal þeirra með höndum sínum eins og hann var ákafur í því að prédika fyrir þeim. í Kolobeng gróf hann skurð, bjó til garð, og bygði með eigin höndum — í fjórða skipti — íbúðarhús. Moffat hafði kent honum að vinna að járn- og stálsmíði, en hann varð einnig duglegur klæðskeri. Kona hans, Mary Moffat, bjó til smjör, sápu, kerti, saumaði flík- ur, kendi í skólunum og kendi konunum að syngja sálma, sem maður hennar hafði þýtt á tungu landsmanna. Dau lifðu saman mjög hamingjusömu lífi, þótt þau hefðu oft ekki Bls. 2

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.