Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 5

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 5
Læknakristniboðinn Davíð Livingstone og kona hans og börn biðja i trú til Quðs fyrir sjúkum Afríkumanni, sem þrátt fyrir lækningatilraunir, var að dauða kominn. nema aðeins til hnifs og skeiðar. Degar Livingstone leit til baka yfir þennan hluta starfs síns í Afríku, fann hann að það var að- eins eitt, sem hann gat ásakað sig fyrir, og það var þetta, að hann hafði gefið sér of lítinn tíma til að leika við börn sín. — „En“, bætir hann við, „ég var venjulega svo þreyttur af líkamlegu og andlegu starfi yfir daginn, að þeg- ar kveld var komið, var ég búinn að missa alla löngun til leika“. Dað var meðan hann dvaldi á þessum stað, sem það atvik skeði, er sennilega flestir þeirra, sem hafa heyrt Livingstone getið, hafa einn- ig heyrt talað um, nefnilega bardaga hans við ljón, sem meiddi hann svo á vinstra handlegg, að hann beið þess aldrei bætur upp frá því og fann stöðugt til sársauka. En það er lík- lega ekki eins kunnugt, að Mebalwe, sem bjargaði lífi hans, var einn hinna innlendu kennara, sem hann sjálfur hafði mentað, og að það var kona ein á Skotlandi, sem hafði gefið peningana til menntunar þessum blökku- manni. Dá óraði hana síst fyrir því, að þau 12 pd. sterl., sem hún hafði sent Livingstone í áður nefndu augnamiði, myndu verða til þess að stuðla að því, að lengja um 30 ár líf þessa mesta velgerðamanns Afríku. Dað sem einna mest mun hafa orðið til þess að gera Livingstone heimsfrægan, er vaf- laust hinir miklu landfundir hans á ferðum hans um Mið-Afríku. Hann þyrsti eftir því að ná að komast inn í þau héruð, þar sem enginn hvítur maður áður hafði stigið fæti, og þar sem hann vissi, að voru margar milj- ónir manna, sem aldrei höfðu heyrt friðarboð- skapinn. Einnig brann hjarta hans af þrá eftir þvf að geta gert eitthvað til að hindra þá við- urstyggilegu þrælasölu, sem rekin var í þess- um héruðum. Hann lagði alt það í sölurnar, sem honum var kærast í þessum heimi, — heimili, framtíðarvonir, heiður, samfélag við aðra kristna menn o. s. frv., já, öllu þessu fórnaði hann fúslega á altari kristniboðsins. Dað var ekki eintóm löngun til ævintýra og landkönnunar, né heldur metorðagirni, sem stjórnaði hugsunarhætti slíks manns sem hann var. Er hann hafði hlotið þá mestu viðurkenn- ingu, sem hann fékk sem landkönnuður, lét hann í ljós tilfinningar hjarta síns með svo- feldum orðum: „Dar sem afreksverkum land- fræðinnar lýkur, þar byrjar kristniboðið“. — Hinir innfæddu höfðu oft talað um stöðuvatn, sem þeir kölluðu Ngama, og í júní 1849 tókst honum að komast gegnum hina miklu Kala- hari-eyðimörk og ruddi hann sér svo braut lengra áfram, uns hann þann 1. ágúst hafði þá ánægju að sjá fyrstur hvítra manna þetta íræga vatn. Árið eftir fór hann aðra ferð til þessa staðar, og í þetta skipti fór hann með konu og börn með sér til Makololo-landsins, þar sem hann fann stórfljótið Sambesi og foss þann hinn mikla, sem er í þessu fljóti. Hann sá í anda hvernig þetta fljót átti fyrir höndum að verða mikilvæg hjálp til að opna landið fyrir hvítum mönnum, svo að hin við- bjóðslega verslun með mannakjöt og blóð, sem hann varð hvarvetna var við þarna, og sem skar hann í hjartað, gæti orðið afnumin. En til þess að þessi landkönnun kæmi að notum Bls. 3

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.