Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 6

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 6
Davíð Livingstone talar við afríkanskan þrælasala. Er hann að biðja vesalings þrælunum líknar. Davíð Livingstone átti mjög mikinn þátt í þvl að þrælasalan var afnumin. Mynd þessi er tekinaf höggmynd, sem er í Blantyre á Skotlandi, þar sem Livingstone var fæddur. og til þess að finna beztu og stystu leiðina út til strandarinnar, varð hann að takast lang- ar ferðir á hendur. Hann flutti nú konu og börn aftur til Kap-ríkisins og sendi pau svo til Englands; að því búnu hóf hann hina miklu frægðarför sína, er byrjaði við Linyante í Afríku miðri og endaði ekki fyr en hann hafði náð til Loanda á vesturströndinni. Hann sá þó, að sú höfn var of langt burtu og of erfitt að ná sambandi við hana, svo að hann stefndi aftur för sinni f austurátt og fór þvert yfir hið mikla meginland, alt til ósa Sambesi- fljótsins á austurströndinni. í þessari löngu ferð var hann 4 ár, og sennilega hefur aldrei lítill hópur manna af fúsum vilja tekist svo alvarlegt fyrirtæki á hendur með eins lélegum útbúnaði, eins og hann hafði. pví nær peningalaus, vopnlaus og með sáralítil matföng, ruddi þessi maður sér braut yfir héruð, sem ókunn voru öllum hvítum mönnum. Með hugrekki sfnu og stefnu- festu tókst honum að sleppa heill á hófi úr margri hættunni, sem hann komst í, meðal hinna óvinveittu þjóðflokka, og með réttvísi sinni, ástúð og grandvarleik vann hann að fullu og öllu hjörtu hinna blökku fylgdar- manna sinna. Deir kölluðu hann alt af „faðir“ já, margir þeirra álitu hann næstum Guð vera. Ávalt var honum ljúft að leggja sjálfan sig I sölurnar og bjóða sérhverri hættu byrginn, gæti hann aðeins bjargað lífi eða huggað Bls. 4 harmþrungið hjarta. Og alt þetta orsakaði það, að fólk kallaði hann alment „guðsmanninn“. Árið 1856 heimsótti hann föðurland sitt, og þær hrífandi viðtökur, er hann fékk þar heima og sá mikli heiður, er honum var sýndur, hefði getað spilt hverjum þeim manni sem ekki hafði eins göfugt hugarfar og hann. En Livingstone var mjög auðmjúkur, og þegar honum voru slegnir gullhamrar fyrir þau stór- virki, er hann hafði framkvæmt, sagði hann: „Þetta er ekkert stórræði. Það er bara það, sem hver og einn hefði getað gert, er hefði haft vilja til þess“. Hann hafði sagt við hina trúu fylgdarmenn sína í Afríku, að ekkert nema dauðinn gæti aftrað sér frá því, að koma til þeirra aftur, og hann efndi orð sín. — Árið 1858 byrjaði hann annan mikinn leiðangur, fór hann þá aðallega meðfram Sambesi-fljótinu. — Dá var það að hann fann Shirwa- og Nýassa-eyjarn- ar; gerði hann mikið til þess að hindra þræla- söluna, með þvi að hann afhjúpaði atferli hinna portúgölsku og arabísku þrælasala. Á þessu ferðalagi varð hann fyrir þeirri þung- bæru raun að missa sína ástkæru einkonu, sem svo trúlega hafði aðstoðað hann við kristniboðsstarfið og áunnið sér kærleika og hylli landsmanna. Deir kölluðu hana alt af „Mama Róbert“. Hún andaðist þann 27. aprfl 1862 og var jörðuð undir boaba-tré einu við Sambesi-fljótið. Tveimur dögum eftir andlát

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.