Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 15

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 15
Kristniboðs- sjúkrahúsið i Bobbili á Ind- landi. Telugu-kona með veikt barn sitt. Telegu-fólk- ið býr á suður- hluta Indlands. Mörg hundruð slíkra sjúkdóms- tilfella eru höfð til meðferðar á Bobbili lækninga- stofunni. Indverskur pjóðhöfðingi gefur kristniboðinu sjúkrahús. I# kristniboðs-sjúkrahúsinu í Bobbili, sem er undir umsjón læknanna Sidney og Claire Brownsberger, er mikið starf framkvæmt fyrir Telegu-fólkið á suðurhluta Indlands. Höfðing- inn í Bobbili gaf bygginguna með innanstokks- munum og öllu tilheyrandi. Uað er maður, sem kann að meta lækningastarfsemina, og veit hver hjálp hún hefur verið pjóðflokki hans. Sjúkrahúsið rúmar 24 rúmliggjandi sjúkl- inga. í sambandi við sjúkrahúsið er lækninga- stofa, par er daglega 80—100 sjúklingum veitt læknishjálp. Læknarnir og aðstoðarfólk peirra vitja og margra sjúkra, sem ekki geta komist að heiman. Á fyrstu 18 mánuðunum, sem sjúkra- húsið starfaði, var 8890 sjúklingum veitt lækn- ishjálp og 378 skurðir gerðir. — 68 pessara skurða voru gerðir við skýi á augum. Margar konur, sem stéttaskiptingin leikur hart, leita til dr. Claire Brownsberger um hjáp, og með pví opnast hinum kristna lækni dyr til að gera eitthvað fyrir pessar einangruðu ind- versku konur, bæði andlega og líkamlega. — Borgin Nuzvid, par sem höfðinginn af Telo- prole býr, er í öðru héraði á suðurhluta Ind- lands. Dessi hindúíski aðalsmaður er mjög elskaður af pjóð sinni. Löngú áður en kristni- boðarnir komu inn í umdæmi hans, hafði hann sýnt mikinn áhuga fyrir heilbrigði peirra og vellíðan, sem eru undir hans stjórn. Og til pess að efna heilagt heit, sem faðir hans hafði gefið, og síðan hafði gengið í arf til hans, hafði hann leitast við að finna aðferðir og ráð til að lina pjáningar fátæklinganna. Hann lét flytja sjúka menn til hallar sinnar, Qiffard kristniboðssjúkrahús I Nuzvid á suðurhluta Indlands. Undirkonungurinn af Teloprole gaf það. Bls, 13

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.