Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 18

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1933, Blaðsíða 18
Flugvél flytur kristniboða til Sutsique-kristniboðs- stöðvarinnar, Suður-Ameríku. Kóreönsk kirkja sem svar við bæn deyjandi stúlku. Eftir H. A. Oberg. Fyrir 20 árum var kóreönsk stúlka tekin inn í kristniboðsskóla vorn í Soonan, Chosen, par sem hún lærði að lesa í Biblí- unni og að elska Jesúm. Hún varð kristin og var ein af efnilegustu nemendum vorum. — Meðan hún dvaldi á skólanum, varð hún veik og varð að fara heim í sveitaþorpið Sorai, sem er nokkra kílómetra burtu paðan. Ástand hennar varð mjög alvarlegt, og eftir stuttan tíma andaðist hún. Með pvi að hún sá, að hún ætti ekki langt eftir ólifað, grátbændi hún móður sína að taka kristna trú, svo að pær gætu sameinast aftur í bústaðnum hinum megin grafarinnar. — Orðin, sem litla dóttirin sagði, höfðu mikil áhrif á hjarta móðurinnar. En par sem hún var vel metin kona og auð- ug, sagðist hún ómögulega geta yfirgefið pá stöðu sem hún hefði í pjóðfélaginu, til pess að verða talin meðal hinna fyrirlitnu kristnu manna. En Andi Guðs minti hana stöðugt á bæn deyjandi barnsins hennar. — Og að lokum, eftir full 15 ár, gaf hún Frels- aranum hjarta sitt og varð starfsamur með- limur hins kristna safnaðar. Dessi kona, að nafni Youn Poo In, og sonur hennar, gáfu söfnuðinum miklar gjafir, svo að hann gat reist nýja kirkjubyggingu i Sorai, og par stendur hún sem viðeigandi minnisvarði til endurminningar um kristnu stúlkuna, er vís- aði öðrum leiðina til Frelsarans, og sem dó í voninni um eilift lif. Hversu sælir endur- fundir bíða ekki móður og dóttur, pá er Guðs börn saman safnast heima, og hversu gleði- legt verður að hitta vini og nágranna, sem standa sameinaðir í sömu trú í porpinu Sorai. Haldar „er höndlaður af Kristi“. Eftir E. M. Meleen. M Imörg ár hefur A. C. Haldar verið safnaðarforstöðumaður í austur hluta Bengaliu. Hvílík sú breyting er, sem átt hefur sér stað á pessum manni við afturhvarf hans! Eitt sinn var pað helsta starf hans að vera forsprakki alls konar glæpa. Áflogamaður var hann mjög mikill. Flokkur hans óttaðist hann og virti. Allir minniháttar porpsbúar hræddust hann og yfir- leitt var pað talið hyggilegast, að hafa sem minst saman við hann að sælda. En pegar ljós kristindómsins skein inn í hjarta Haldars, reyndi hann að bæta fyrir alt pað illa, sem hann hafði gert og að leiða aðra af hinum vonda vegi og á veg lífsins. — Eitt sinn er hann var að breiða út bækur og rit kristilegs efnis og prédika orðið, kom að honum hópur vondra manna og bjuggust peir til að vinna honum mein. Hann talaði til peirra á pessa leið: „Ef pið hefðuð pekt Haldar áður en hann snéri sér til Guðs, munduð pið hafa hræðst hann og stokkið burt, pvi að hann mundi hafa slegið ykkur alla saman. En nú er pað öðruvísi. Kristur hefur sigrað Haldar og umbreytt hjarta og líferni mínu“. Haldar. Áður var hann — glæpamaður; hefur nú ver- ið kristinn i meir en 20 ár. Bls. 16

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.