Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 3

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 3
Guð er ljós Eftir L. H. Evans varaformann allsherjarstjórnar S. D. A. Dr. Faunce segir: „Hug- myndir vorar um Guð ákveða hugmyndir vor- ar um allt annað í al- heiminum.“ Þessi spurn- ing: „Hvaða hugmynd gerir þú þér um Guð?“ L. H. Evans, fyr- . , . i . verandi kristni- Gll SÚ mest Vekj- hoði 1 Kma. andi og hjartarannsak- andi spurning, sem auðið er að leggja fyrir nokkura manneskju. An hinnar gefnu opinberunar hafa mennirnir ávalt verið óhæfir til að skynja Guð. Kristur var sendur í heiminn til þess að opinbera Guð fyrir mönnunum. Einn af eiginleikum Guðs er sá, að hann er ljós. „Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum.“ 1. Jóh. 1, 5. „í því var líf, og lífið var ljós mannanna; og ljósið skín í myrkr- inu, og myrkrið hefur ekki tekið á móti því.“ Jóh. 1, 3—5. Heimur í myrkri Sú skoðun, að Guð sé mikill hern- aðar-guð, eggjar til stríðs. Heimurinn hefur allt frá öndverðu verið undir harðstjórn hemaðarins að meira eða minna leyti. Undirbúningurinn undir stríð er eitt af hinum banvænu mein- uin, er þjá heiminn á yfirstandandi tíma. í gervöllum heiminum er eins konar andlegt stríð. Það getur orsak- ast af samkeppni í kaupsýslu eða auðæfasöfnun eða auknum yfirráðum yfir landsvæðum. En það skiptir ekki svo miklu máli hver orsökin er, held- ur hitt, að allur heimurinn er búinn til nokkurs konar andlegrar árásar, og að þjóðir og einstaklingar leitast við að komast yfir það, sem aðrir kunna að eiga. Svo rangar hugmyndir hafa menn um Guð, að hersveitir, sem eiga í ófriði hvor við aðra, geta hafið orustu og ákallað þann sama Guð og beðið hann um hjálp til að vinna sigur, alveg eins og Guð væri hemaðar- guð, er hefði velþóknun á manndráp- um og blóðsúthellingu. Aldrei hefur mannkynið verið í þvílíku vandræða-ástandi, sem það er í nú. Hvert stefnir fyrir þessari kynslóð? Vér erum eins og maður, sem er svo ölvaður, að hann hefur misst stjórnina á sjálfum sér, en reik- ar þó af stað án þess að vita, hvert hann fer. Vér reynum að bæta ástandið með ýmis konar löggjöf, en alls konar glæpir fara sívaxandi þrátt fyrir alla löggjöf vora og alla „pólitik“Jvora. Framtíðarhorfurnar eru ískyggileg- ar og leyndardómsfullar fyrir stjóm- málamenn vora og iðnrekendur. Pen- inga- og bankamálin, atvinnumálin og margt annað, eru svo erfið vanda- mál, að enginn fær rönd við reist. Af auðkýfingunum er krafist meira og meira, og vei'kalýðurinn verður æ ófúsari til að gera að fullu sína skyldu fyrir það, sem hann meðtek- ur. Þjóðræknin eða hin svo kallaða Bls. 1

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.