Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 5

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 5
Uppdráttur af tjaldbúð ísraels- manna er notaður í Afríku til skýringar á kenningum Gamla- T estamentisins. himni yfir sérhverjum óg'uðleika og rangsleitni þeirra manna, er drepa niður sannleikanum með rangsleitni; með því að það, er vitað verður um Guð, er augljóst á meðal þeirra, því að Guð hefur birt þeim það. Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýni- legt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkunum. Menn- irnir eru því án afsökunar, þar sem þeir hafa ekki, þótt þeir þekktu Guð, vegsamað hann eins og Guð, né þakkað honum, heldur gerzt hégóm- legir í hugsunum sínum og hið skyn- lausa hjarta þeirra hjúpast myrkri. Þeir kváðust vera vitrir, en urðu heimskingjar og breyttu vegsemd hins ódauðlega Guðs í mynd, sem líkist dauðlegum manni, fuglum, ferfætling- um og skriðkvikindum. Þess vegna hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnað- ar, til þess að þeir sín á milli smán- uðu líkami sína. Þeir hafa umhverft sannleika Guðs í lygi, og göfgað og dýrkað skepnuna í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu. Amen. Fyrir því hefur Guð ofurselt þá girndum svívirðingarinnar; því að bæði hefur kvenfólk þeirra breytt eðlilegum samförum í óeðlilegar, og eins hafa karlmenn brunnið í losta sínum hver til annars; karlmenn fram- ið skömm með karlmönnum og tek- ið út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar. Og eins og þeir hirtu ekki um að varðveita þekkinguna á Guði, ofur- seldi Guð þá ósæmilegu hugarfari, svo að þeir gerðu það, sem ekki er tilhlýðilegt, fylltir alls konar rangs- leitni, vonzku, ágirnd, illsku, fullir öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi, illmennsku, rógberar, bakmálugir, guðshatarar, smánarar, hrokafullir, gortarar, hrekkvísir, foreldrum óhlýðn- ir, óskynsamir, óáreiðanlegir, kær- leikslausir, miskunnarlausir, — menn, sem þekkja Guðs réttlætisdóm, að þeir, er slíkt fremja, eru dauðasekir, Bls. 3

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.