Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 9

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 9
Hættulega veikur sjúklingur er fluttur til læknisins við Rusinga, til þess að fá læknishjálp í Kendu- spítalanum. Fremst til vinstri sést forstöðumaður þessa spítala, dr. Madgwick. ustu heilbrigðis reglur, hreinlæti og sið- gæði. Þeir líta til vor í von um að vér veitum þeim þekkingu á því, er geti tryggt þeim betri líðan í líkam- legu, andlegu, og siðferðislegu tilliti. Við heimsókn hjá embættismönnum ríkisins, var farið með okkur um stór landsvæði, þar sem búa nál. 500,000 innlendra manna, sem ekki hafa enn komizt í kynni við nokkurt kristni- boðsfélag. Vér mælumst til þess við lesendur þessa blaðs, að þeir gefi gjöf í hlutfalli við efni sín og ástæð- ur, til þess að hjálpa til að senda þessu bíðandi fólki boðbera fagnað- arerindisins, sem ekki aðeins prédika fagnaðarerindið, heldur einnig lækna hina sjúku. Af myndum þeim og frásögnum, sem sjá má á þessum blaðsíðum, geta menn fengið hugmynd um hvers konar starf það er, sem gert hefur verið, og að það, sem framvegis verð- ur að gerast, er mikið nauðsynja mál. Mættu allir gefendur finna til þess, að sérhver gjöf, sem gefin er, stuðl- ar að því, að hinn langþráði tími renni upp, sem spámaðurinn talar um, þegar hann segir: „Jörðin mun verða full af þekking á dýrð Drottins, eins og djúp sjávarins vötnum hulið.“ Bls. 7

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.