Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 10

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 10
í staðinn fyrir „Juju“ — eins og hjáguðahús þessara manna eru nefnd — reisa þeir slíkar kirkju- byggingar; þó einfaldar séu, bera þær vitni um, hve fólkið er fúst til að segja skilið við lijáguði sína úr tré, steini og leiri, til þess að til- biðja hinn sanna og lifandi Guð. Dásamleg umbreyting á eyjabálki í Kyrrahafinu Eftir W. G. Tumer (Stjórnandi lieiðingjakristniboðs- starfsins á Suðurhafseyjunum). EF til vill sú undursamlegasta breyting, sem orðið hefur á seinni árum á lífi villimannanna, hefur átt sér stað á tveimur síðustu árum á litlum eyjabálki, er liggur 225 km. frá aðallandinu Nýja-Guinea. Hann er skammt fyrir sunnan miðjarðarlínu. Þegar ég fyrir skömmu ferðaðist til þessara eyja, heyrði ég yfirmann- inn á eyjunni Emira, segja það sem hér fer á eftir við opinbera guðs- þjónustu í þorpi hans. Er hann stóð þarna frammi fyrir þjóðflokki sínum hreinn og vel til fara, með skínandi augu og hjartað fullt af gleði yfir hinni nýfengnu trú á skapara sinn, sagði hann: „Aður en kristniboðið Bls. 8 hófst á þessum stað, vorum við allir eins og óvitar. Við skreiddumst um jörðina og vissum ekki hvert halda skyldi. Það var eins og við værum í myrkri. En svo kom Salau (innlend- ur kennari, er var sendur frá Salo- monseyjunum), og hann sagði okkur um Jesúm og hans orð. Hann kenndi okkur hvernig við ættum að lifa hreinu og réttu lífi, og hvernig við ættum að reiða okkur á loforð Guðs um, að hann muni hjálpa olckur. Hann reisti oklcur á fætur og féklc okkur stafi í hendur okkur til stuðn- ings á göngunni. Þegar Salau fór til Mussau (nágranna eyja), kom Nafi- talai (kennari frá Fidjii) og færði okkur meira ljós frá Guði. Það hjálp- aði okkur til að fleygja frá okkur göngustöfunum, og nú göngum við

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.