Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 12

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 12
Innlendir menn á Mussau á Nýju- Guíneu. Þeir bíða eftir því að læknirinn rannsaki þá. er getur nú tekið þátt í ánægju, sem ekki spillir siðferði þess. Fjölkvæni, með öllu því illa sem af því leiðir, er svo að segja aflagt. Og fjölskyldulífið, með þar til heyr- andi heimilisgleði og elsku til barn- anna, veitir sanna ánægju mörgum þeim hjörtum, sem áður voru niður- beygð af vonleysi og ótta. Nýjar skýrslur sýna, að þessu fólki er nú að fjölga. Þeir sem fyrir skömmu voru álitnir vonlausir og deyjandi, eru nú fullir af fjöri og starfslöngun. A ósamlyndinu, sem áður var með- al eyjabúa, ber nú alls ekkert, og óvináttan milli þjóðflokkanna, sem áður hindraði kunningsskap þeirra, er alveg horfin. Nú er fólkið á allri Mussau-eyjunni eins og bræður og systur innan kristilegs félags; meðal þess ríkir eining og kærleikur. Ægileg neyð. SÉRA Sörensen skrifar frá Etíópíu það sem hér fer á eftir; sýnir það hina miklu þörf fyrir þá hjálp, sem læknakristniboðar vorir geta veitt: Bls. 10 „Dr. Purmal var í fylgd með mér þennan kafla ferðar minnar. Land- stjórinn í Begemder hefur gert fyrir- spurn um hvort við gætum ekki sent bráðabyrgðahjálp til Derbe Tabor, meðan verið er að byggja hinn nýja kristniboðsspítala, sem þar á að byggja, og þangað til hinn nýi lækn- ir kemur til að taka við starfinu. Fólk kom í tugatali á hverjum degi. Þegar við sáum hina sjúku vera borna í rúmum, minntumst við lama mannsins, er var borinn til Krists, og okkur skildist hve áríðandi það er fyrir okkur, að hafa aðstoð lækn- isins mikla. Það var hörmuleg sjón að sjá suma hinna sjúku. Maður einn hafði haft skemmda tönn og bólgu í kringum hana. Til þess að lina verkinn í tönninni, hafði hann brennt sig á neðri gómnum. ígerð kom í sárið, sem át sig gegnum góm- inn og út um húðina svo að gat var komið á, sem stöðug útferð var úr. Það var ekki mögulegt að gera á honum þann skurð, er með þurfti, í hinni litlu úti-lækningastofu, en hann lofaði að koma til Dessie til að láta gera á sér skurðinn. Annar maður

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.