Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 16

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 16
Ný kirkja sem byggð var fyrir líkþráa menn við Malamulo í Nyassalandi í Suðaustur-Afriku. mjög á þjáningar sjúklinganna og gera þær oft alveg óþolandi. Mikill fjöldi sjúklinga verður að kveljast sökum vöntunar á lyfjum og lækn- ishjálp, þangað til dauðinn gerir enda á þjáningum þeirra. Sjúkdómarnir eru ekki vægari fyrir það, að svo mikið er um þá. Hjörtun eru alls staðar hin sömu, og hvort sem þau eru á Fidjieyjun- um eða í Basutolandi, hrærast þau til mannlegrar meðaumkunar. Fregn- ir af þeirri hjálp, sem hinir sjúku og þjáðu fá, koma hvaðanæva frá. Af skýrslunum fáum vér dálitla hug- mynd um það starf, sem unnið er af læknakristniboðum og hjúkrunar- konum, og um þær átakanlegu beiðnir, sem stöðugt koma frá ótelj- andi stöðum. Vér sjáum í anda fólk- ið, sem streymir að úr öllum áttum svo að það er sem óslitin lest allt Bls. 14 frá því lækningastofurnar eru opn- aðar snemma á morgnana og' þang- að til seint á kveldin. Á öllu þessu mikla verki virðist enginn endir vera. Þar eru hundruð og þúsundir þakk- látra hjartna. En sérhver fregn frá kristniboðssvæðinu verður þeim til gleði og uppörvunar, sem þátt hafa átt í verkinu. Hinar nákvæmu skýrslur, er koma frá hinum ýmsu löndum, hljóða svo að segja eins. Þær herma frá því, hve happasæl leið læknakristniboðið er til þess að fá aðgang að hug og hjörtum þessa fólks, sem svo djúpt er sokkið í hjátrú heiðindómsins. — Það yljar hjörtun, ryður burt hleypi- dómum, vinnur bug á mótstöðu og leiðin opnast að menntun og full- kominni trúarbragðafræðslu. Hinn endanlegi árangur af starfinu er góð- ar og göfugar sálir.

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.