Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 19

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 19
eins og vér þekkjum í kristnu lönd- unum, er ekki til. Hin kristilega fræðsla veitir Ijós og þekkingu. Fyrsti árangur hennar kemur í ljós í því, að heimilin verða þrifalegri og betri. I stað þess að eyða peningum sínum og tíma í ósiðsömum lifnaði, verður fólkið iðju- samt og sparsamt. Mennirnir fá löng- un til að fá betri klæðnað handa sjálfum sér, konum sínum og börn- um. Reglusemi er á heimilunum, börnin hafa gott atlæti, þeirra er vel gætt og þau eru vel hirt. Þannig batnar hið líkamlega ástand. Og hin andlega lífsskoðun breytist einnig. Heiðninni fylgir ávalt fáfræði. Krist- indómurinn vekur löngun til að læra að lesa og skrifa, að þekkja Guð og hans orð, Biblíuna. Koma kristniboð- anna vekur þrá eftir uppfræðslu, og skólar eru settir á stofn og þeir reknir. Börn og einnig oft fullorðnir hópast í þessa skóla, því að löngun- in er mikil til að læra að lesa. Hinn andlegi sjóndeildarhringur víkkar einnig. I stað hræðslunnar við andana fær fólkið trú og traust á Guði. í stað þess að færa hinum dauðu eða öndunum fórnir, tilbiður það nú hinn eina, sanna og lifandi Guð. I staðinn fyrir „Juju“ eða hjá- guðahúsin, eru reistar kirkjur. Þang- að kemur fólkið hvíldardag eftir hvíldardag og tekur þátt í hinni skynsamlegu guðsdýrkun. Hjón koma með börnin sín. Allir syngja loí- söngva og taka þátt í bæn og lestri Biblíunnar. Þeir fagna í hinni nýju von í Jesú. Slíkar stórkostlegar um- breytingar bera sannarlega vott um frelsunarmátt Drottins. Enginn þarf því að iðrast þess að hafa rétt þessu starfi hjálparhönd. „Nvi er tíminn til að verja fjármun- um til Guðs málefnis. Nú er tíminn til að verða ríkur af góðum verkum og safna handa sjálfum sér í fjársjóðu góðri undirstöðu til hins ókomna, til þess að vér höndlum hið sanna líf. Ein sál frelsuð inn í Guðs ríki er meira virði en öll jarðnesk auðæfi.“ E. G. W. Sentinel forlag'shiis í Höfðaborg,Su3ur-Afríku, þar sem blöð og bækur er gefið út á mörgum af tungumálum binna innfæddu. Bls. 17

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.