Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 24

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1934, Blaðsíða 24
aðstoðar er norsk hjúkrunarkona, frk. Hofstad. Kristniboð Sjöunda dags Aðvent- ista er einn hluti alþjóðafélagsskap- ar, sem heíur meðlimi og kristniboða í öllum álfum heimsins. Þetta félag er orðlagt fyrir hina miklu hjálpsemi sína, skóla sína, sjúkrahús, lækninga- stofur, heilsuhæli o. s. frv. Kristniboð Aðventista er ekki óþekkt í Etíópíu. Það hefur um langt skeið rekið skóla og sjúkrahús í ýmsum fylkjum. Mætti þar til nefna sjúkrahúsið í Dessie, sem dr. Berg- man lét reisa fyrir fimm árum. Sjúkra- húsið í Derbe Tabor, lækningastof- una í Kuembi, kvennaskólann í Addis Alem, sem stjórnað er af Myhre kristniboða o. fl. Yfirmaður kristniboðs Aðventista í Etíópíu, er M. J. Sorensen (Dani), og ritari og gjaldkeri kristniboðsins er M. A. Hessel, sem áður hefur unnið Abbessíníu mikið gagn með starfi sínu að velferðarmálum þjóð- arinnar, og mun hið nýja sjúkrahús einnig njóta góðs af reynslu hans. Sjúkrahúsinu í Addis Abeba hef- ur verið gefið nafnið „Zaouditou Memorial Sanatorium“, og það er í ráði að koma upp viðbyggingu, þar sem verður skóli fyrir hjúkrunar- nema, með því að ráðgert er að mennta hóp ungra etíópskra kvenna og manna svo að slíkir verði full- numa í hjúkrunarstarfi. Það er óþarft að geta þess, að hans hátign keisar- inn kann að meta hið mikla og ötula mannúðarstarf Aðventista-kristni- boðsins. Sjúklingar þeir, sem sendir hafa Bls. 22 verið til þessa nýja sjúkrahúss, munu njóta allrar þeirrar læknishjálpar og aðhjúkrunar, sem unnt er að veita ásamt kærleiksríkrar og góðrar að- búðar yfir höfuð að tala. Og er ekki efamál, að með þessu fyrirtæki er stigið stórt spor til velferðar hinni etíópsku þjóð“. Þessi viðurkenningar orð hljóta að gleðja oss, einkum er þau koma frá hátt settum blaðainajvni, sem hefur kynnt sér vel þetta mál. Séra G. Gudmundsen, sem hefur unnið mikið og gott brautryðjanda starf á ýmsum stöðum í Abessíníu og sem nú að síðustu hefur staðið fýrir byggingu sjúkrahússins í Derbe Tabor og hefur á hendi forustu Beg- ember kristniboðsins í norðvestur hluta Abessíníu, sendir innilega kveðju öllum þeim heima, sem eru vinir kristniboðsstarfsins í hinu fjar- læga, menningarsnauða fjallalandi. Hann hefur innilega meðaumkun með þeim mörgu börnum, sem alast upp án nokkurrar þekkingar á hinum sanna Guði; skal hér tilfærður kafli úr grein, sem hann hefur skrifað: „Hve sárt tekur það þig, að miljónir barna þekkja ekki Jesúm? Ef vér gætum litið yfir hið myrka meginland Afríku, þá mundum vér frá morgni til kvelds sjá böm svo miljónum skiptir liggja á knjám frammi fyrir skurðgoði, eða frammi fyrir tré eða kletti, þar sem þau ímynda sér að illir andar haldi til, og tilbiðja. Allar þessar miljónir bama myndu beygja kné sín fyrir Jesú, aðeins ef þau þekktu hann.

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.