Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 4

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 4
Skólinn í Bure- sala á Fidji, sem er undir stjórn pastor L. V. Wilkin- son. hvarvetna ávextina af starfi kristni- boðanna. Hvernig mundi annars vera ástatt í Afríku, eða Kína, eða Ind- landi nú, ef hin menningarlegu áhrif Vesturlanda á heiðnu löndin hefði ekki verið á öðru sviði en nútíma kaupsýslu eða stjórnmála? Það er sem fari hrollur um mann við um- hugsunina um þá kúgun og niður- lægingu, sem Vesturlöndin hafa bak- að Austurlöndum, hefði kristniboðs- starfsemin ekki verið til þess að bera þeim ljós fagnaðarerindisins, sem voru í myrkrinu. Kristur ákvað að fagnaðarerindið skyldi boðast um heim allan. Guð tekur ekki eina þjóðina fram yfir aðra; hin kærleiksríka ráðstöfun hans nær til alls mannkynsins, og allir hafa sama rétt til fagnaðarerindisins. Á fyrstu tímum safnaðarins var kristniboðs-fyrirskipun Jesv'i hið mikla herboð kristninnar. Sérhver söfnuð- ur var kristniboðssöfnuður, og sér- hver safnaðarmeðlimur kristniboði, og stórir hópar manna fóru til ókunnra landshluta með fagnaðarerindi frels- isins. Á næstu öldum skeði rnikil breyting. Kristna kirkjan var mikil og voldug. Hún sóttist eftir auð og upphef ð meðal þjóðanna. Starfsmenn hennar urðu prestar, og hinir svo nefndu Guðs þjónar urðu mikillátir og gerðust drottnarar meðbræðra sinna. Enn eru til þeir, sem halda því fram að heiðingjakristniboðið sé sama sem að sóa mannslífum og fjármun- um. Þeir halda því fram, að tala þeirra, sem meðtaka kristindóminn á hinum stóru heiðnu kristniboðssvæð- um, sé svo lág, að það svari alls ekki þeim kostnaði og erfiði, sem kristniboðsstarfsemin útheimtir. Þeir sem slíkt mæla vita sannarlega ekki hvað þeir segja. Þeir hafa ekki kynnt sér hinn mikla árangur af þessari starfsemi meðal heiðinna þjóðflokka. Starf það, sem þar er framkvæmt, er svo víðtækt og margþætt að ekki er auðvelt að gefa fullkomið yfirlit yfir það; en tölur þær, sem hér verða gefnar upp, eru að ininnsta kosti ekki of háar. Vér verðum að láta nægja stutt yfirlit yfir kristniboðsstarfsemi mótmælenda. Tala evrópískra og amerískra kristniboða, sem starfandi voru í fjar- lægum löndum árið 1925, var 7624 vígðir og 3819 óvígðir menn og 9125 2

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.