Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 5

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 5
ógiftar konur. Samtals 20.568 manns. Innfæddiu starfsmenn voru á sama ári 10.493 og 3,614,154 safnaðarmeð- limir og 8,342,378, sem ekki var búið að taka inn í söfnuðinn, af þeim voru einnig margir óskírðir. Þetta verður til samans 11,967,025 prédik- arar og meðlimir. Þetta er mikill árangur; en óhætt mundi að þrefalda þessa tölu ef með væru taldir þeir, sem komizt hafa undir hin öflugu áhrif kristniboðsstarfseminnar. Einn mjög mikilvægur þáttur kristniboðs- starfseminnar er skólastarfsemin. Arið 1925 voru 2.440,148 nemendur í hin- um ýmsu skólum. Sumar þeirra nýlendna og vernd- arríkja í Afríku, sem komizt hafa á hæzt menningarstig, eru orðin krist- in að miklu leyti. I Nigeríu einni, sem er mannflest af hinum brezku nýlendum, eru nú yfir 700,000 krist- inna manna. Madagaskar, eyjarnar í suðurhluta Kyrrahafsins, Indíurnar í Suður-Amerílcu, Meksikó ásamt mörg- um öðrum hlutum heimsins, hafa orðið fyrir stórfeldum áhrifum og hlotið mikla hjálp fyrir ötulleik og fórnfýsi hinna guðelskandi kristni- boða. En yfirlit yfir meðlimatöluna eina skýrir ekki frá öllu. Hefði heiðingja- kristniboðið ekki verið framkvæmt, mundu stór héruð í Afríku, sem nú meðtaka kristindóminn og hina vest- rænu menningu, vera múhameðstrú- ar. Ennfremur er það aðallega kristni- boðsstarfseminni að þakka, að heft hefur verið útbreiðsla ægilegra sjúk- dóma og farsótta, sem við lá að eyðilegði hinn innfædda þjóðstofn. Fyrir einni öld síðan náði menn- Efst: Aðalaðseturstaður Birma-kristniboðsins í Rangun, Birma. Til vinstri: Innfæddir sjúklingar, sem bíða eftir því að fá læknishjálp hjá kristniboðs- lækninum í norðurhluta Ambrim,á Nýju Hebridseyjunum. T. h.: Stahl kristni- boði veitir sjúklingum læknishjálp við Amaxon-kristniboðsstöðina í Peru. 3

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.