Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 6

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 6
ingin ekki nema til Evrópu og smá landshluta í Afríku og Astralíu. I dag færir menningin öllum heimin- uin blessun. En brautryðjendur þess starfs að flytja hlunnindi þau, er heyra til nútírna menningu, út til Afríku, Asíu, Suður-Ameríku og eyj- anna í hafinu, hafa án efa verið kristniboðarnir; þeir hafa stofnað skóla, komið hinum innfæddu í skiln- ing um þýðingu hentugs klæðnaðar, betri heimila, betri verkfæra til jarð- ræktunar og annarar vinnu o. s. frv. Kristniboðarnir hafa opnað leiðina til friðar, frelsis og frjálsrar verzlunar. Aður en Livingstone hóf starf sitt í Afríku, var þrælasalan það böl, sem engin orð megna að lýsa. A árun- um 1700 til 1805 fórust yfir 100 miljónir svertingja í Vestur-Afríku, þegar þrælasalarnir voru að flytja þrælalestirnar frá hinum óhamingju- sömu hafnarborgum, sem hafa feng- ið nafnið „gröf hvíta mannsins“. Þaðan hefur mikill fjöldi þræla verið fluttur til Vestur-Indlands og Norður- Ameríku. Þrælasala Araba í Súdan, Kongó og öðrum stöðum í Afríku hefur ægilega sögu að segja. Miljón- um saman létu svertingjarnir lífið eða voru fluttir burtu, og meðal kyn- flokkanna er látlaus ófriður. Lands- lýðurinn þjáðist af sífeldum ótta og angist, sem eigi er unt að lýsa. En við komu kristniboðanna til heiðingja- landanna og síðar fyrir áhrif þeirra í þeirra eigin löndum, breyttist ástand- ið algerlega. En þessar umbætur í tíman- legum efnum, svo mikilsverðar, sem þær þó eru, er ekki þýðingannesti ávÖxturinn af kristniboðsstarfinu. Þótt bætt kjör hinna innfæddmyfirleitt og þá ekki sízt kvennanna, og skynsam- legri meðferð á börnunum, hafi kom- ið ósegjanlega miklu góðu tif leiðar, þá er þó annað, sem er enn meira um vert. Dýrustu ávextir ki’istniboðs- ins eru hinir andlegu. Kristniboðarnir eru ekki, eins og sumir þó virðast ætla, til þess að greiða fyrir verzlun og yfirráðum hins hvíta kynflokks. Kristniboðarnir eru boðberar kross- ins. Ætlunarverk þeirra er að boða Krist, og hann krossfestan og að bjarga hinu glataða. An þess að hugsa nokkuð um tímanlegan ávinn- ing, hafa göfuglyndar manneskjur, konur og karlar, lagt líf og heilsu í hættu, yfirgefið ástvini sína og góð heimili og ferðast til fjarlægra landa, þar sem hitasótt, blóðsótt og aðrir voðalegir sjúkdómar geysa. Oteljandi eru þeir erfiðleikar, sem mætt hafa kristniboðunum einkum fyrr á tím- um. Einveran þjáði þá, kæruleysi hinna innfæddu hafði lamandi áhrif á þá og hætturnar ógnuðu þeim á ýmsa vegu. Hundruðum saman hafa þeir látið lífið. Hvarvetna í Afríku, Indlandi, Kína og á öðrum stöðum gefur að líta grafir kristniboðanna, sem þar bera þögulan vitnisburð um þá, sem helguðu Kristi líf sitt og krafta. Á fyrstu ferð okkar til kristni- boðsstöðvanna við Viktoríu-vatnið í Afríku töldum við tólf slíkar hvítar grafir. Af öllum kristniboðsfyrirtækjum hefur ekkert borið ríkulegri ávexti en biblíufélögin. Það sem þau út af fyrir sig hafa komið til vegar er Framh. á bls. 1(5. 4

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.