Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 7

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 7
Til vinstri: Spitali vor í Ad- dis Abeba. Neðri myndin: Læknabústaðurinn við spít- alann í Addis Abeba. Yfirlit yfir Eftir E. D. Dick, kristniboðsleiðtoga. Hið afríkanska kristniboðssvæði, sem heyrir til hinni norðurevrópísku aðaldeild aðventkristniboðsins, mynd- ar lengju, sem nær þvert yfir norð- urhluta Mið-Afríku frá austri til vest- urs. — Fyrir sunnan eyðimörkina Sahara og fyrir norðan Belgísku Kongó og Titanyka. Svæðið nær yfir allar nýlendur á „Vesturströndinni“, Frönsku Vestur-Afríku, Frönsku Kam- erun fyrir norðan 10. breiddargráðu, ensk-egfyska Súdan, Uganda, Kenia, Somalíuland, Ethíópíu og Eritreu. Á þessu stóra svæði býr meir en helmingurinn af öllum íbúum Afríku. Enda þótt sum héruðin á þessu svæði hafi í mörg ár að nokkru leyti verið undir áhrifum kristniboðsstarfseminn- ar og menningarinnar, er það þó naumast nema hið ytra, sem þessara áhrifa gætir að nokkrum mun. Heið- indómurinn í hinum mörgu myndum sínum heldur þjóðinni enn í heljar- greipum. Á víð og dreif um þetta víðáttumikla svæði eru 32 kristni- boðsstöðvar, sem reknar eru af kirkju- félagi voru, og þessar stöðvar hver um sig eru miðdepill heilbrigðisstarf- semi, menntunarstarfs og boðunar fagnaðarerindisins. Þessum kristni- boðsstöðvum er stjórnað af 97 út- lendum kristniboðum, sem hafa um- sjón yfir 401 Afríkumanni, er vinna að kristniboðsstarfi á mörgum stöð- um víðsvegar á þessu svæði. Á tveimur síðustu árum hef eg heimsótt öll þessi kristniboðs- svæði að undanteknum tveimur. Eg hef því kynnst nákvæmlega þeim miklu vandamálum, sem hinir trúu starfsmenn standa andspænis; eg hef líka séð undursamlega ávexti af starf- inu á þessum svæðum. Mig langar að segja lítið eitt frá því, sem eg ð

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.