Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 8

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 8
Þótt hún beri auðsæ merki þeirra töfra og hjátrúar, sem hún eitt sinn lifði í, ljómar andlit hennar nú af gleði yfir þeirri blessun, sem fagn- aðarerindið hefur yeitt henni. Hún er komin yfir sjötugt og mjög illa komin af gigt; en í fyrra staulaðist hún þó við staf 30 kílómetra vega- lengd eftir skóginum til þess að koma á samkomu og verða skírð- hef séð á ferðum mínum um þessi kristniboðssvæði. Sierra Leona, I Sierra Leona eru tvær kristni- boðsstöðvar undir evrópískri stjórn. Við aðalstöðina, Waterloo, er kristni- boðsskóli, þar eru kenndar bæði munnlegar og verklegar nátnsgreinar. Meðal annars læra nemendurnir hið nauðsynlegasta í trésmíði, svo að sérhver nemandi, sem lýkur námi við skólann, kann að smíða hurðir, glugga og óbrotin hétsgögn. Langt inni í landinu, rétt við landa- mæri Frönsku Vestur-Afríku, hefur nýlega verið byrjnð starfsemi meðal Konao-þjóðflokksins. Þar er dálítil lækningastofa, sem fjöldi sjúklinga sækir frá fjarlægum stöðum, þar sem enga læknishjálp er að fá. Vér höf- um einnig tólf aðrar kristniboðsstöðv- ar, sem eru undir stjórn Afríkumanna. Á öllum þessum stöðum höfum vér líka skóla. Liberia. Þetta virðist vera einn ömurlegasti staðurinn á „hinu myrka meginlandi“. En einnig meðal þessa fólks, sem er fjötrað af synd og hjátrri, hafa starfs- menn vorir byrjað starfsemi. Sex dagléiðir inn í lándinu frá Monrovia er kristniboðsstöðin Lliiwa, þar sem kristniboði vor og kona hans leitast við að hjálpa villuráfandi manneskj- um bæði andlega og líkamlega. Noltze og kona hans eru inni í miðju hinu stóra skóglendi og vinna að því að lyfta landslýðnum á hærra stig. Þau hafa þar litla lækningastofu og veita hjálp mörgum þúsundum sjúklinga árlega. Þau mundu geta unnið miklu meira starf, ef þau skorti ekki eitt og annað, sem til þess út- heimtist. Gullströndin. Á Gullströndinni eru tveir staðir, sem senda út frá sér ljós og hjálp. I Agona, þar sem elzta kristniboðs- stöð vor er, hefur verið rekin lækn- ingastofa og skóli í mörg ár. Þó að hin duglega hjúkrunarkona vor, sein þar er, hafi tæki og læknislyf aðeins af skornum skammti, koma til henn- ar sjúklingar langar leiðir að, þrátt ð

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.