Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Síða 9

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Síða 9
fyrir að miklu nær þeim eru heil- brigðisstofnanir með miklu fullkomn- ari útbúnaði. Höfðinginn í Agona, sem er mjög kunnugur því mikla og góða starfi, sem þessi eina hjúkrunarkona innir af hendi á . litlu lækningastofunni, hefur hvað eftir annað beðið oss um að senda læknir, er geti byrjað víð- tækari starfsemi meðal þjóðflokka hans, því að margir vondir sjúkdóm- ar þjá fólkið. Nigeria. Að minnsta kosti sjöundi hluti allra íbúa Afríku eru innan landa- mæra Nigeria. Sextán evrópískir kristniboðar og yfir 90 afríkanskir evangelistar, bóksalar og kennarar starfa í þessu landi. Þar eru fimm stórar kristniböðsstöðvar, og í ráði er að setja á stofn fleiri nýjar stöðvar í náinni framtíð. A suðurhluta lands- ins er starfsemin mest, þótt talsvert Hópur innfæddra manna í Awtun, Nigeria. Allar þessar manneskjur hafa reynt það, að kraftur fagnað- arerindisins umbreytir líferninu. sé unnið meðal Bachi-plateuet-heið- ingjanna. I klæðnaði, sem aðallega er nokk- ur trjáblöð, koma þessar bágstöddu manneskjur til lækningastofu vorrar í Jengre að leita sér lækishjálpar. Utlærða hjúkrunarkonan, sem vér höfum þar og hin innlenda aðstoðar- stúlka hennar veittu síðastliðið ár yfir 13,000 hjúkrunaraðgerðir. Norðurlxlutimi af Kamerun. Skammt fyrir sunnan Tsad-vatnið á sléttunum meðfram Dogba-fljótinu er annar staður, sem dreifir út frá sér ljósi og líknar hinum nauðstöddu. Einnig þarna herja margs konar sjúk- dómar, en hvergi læknishjálp að fá meðal landsmanna sjálfra. Þúsundum saman kemur fólkið á lækningastofu vora til þess að fá hjálp. Síðastliðið ár voru veittar þar 25,000 læknis- 7

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.