Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 10

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 10
og hjúkrunaraðgerðir, og mundi hafa verið hægt að veita ennþá fleiri, ef ekki hefði vántað ýmsar nauðsynjar. Ef nokkrar manneskjur eru nauð- staddar og þarfnast andlegrar og lík- amlegrar hjálpar, þá eru það þessir innfæddu vesalingar. Hlutskipti þeirra í lífinu er sorglegt. Bara að vér gæt- um gert miklu meira fyrir þá! Uganda. Enda þótt Uganda hafi, og það með réttu, verið nefnd „aldingarður Afríku“, er stórkostleg neyð einnig í þessu landi. Mikið hefur verið fram- kvæmt þarna á umliðnum árum. Kristniboðsstarfsemin hefur átt stór- feldan þátt í því að losa þessar mann- eskjur við hinar fyrri heiðnu vénjur þeirra, en margt og mikið þarf að gerast á þessum stað. Þrjár kristniboðsstöðvar eru á þessu svæði og er skóli og lækningastofa við hverja þeirra. Til þess að geta framkvæmt mikið starf, þarf hvorki háreistar hallir né dýran útbúnað. A sléttunum fyrir vestan fjallið Elgen er kristniboðsstöð vor í Mbale til mikillar blessunar fyrir hina sjúku. Landslýðurinn metur fagnaðarerindið mjög mikils. Margir koma til þess að fá læknishjálp á lækningastofunni, þar sem Rye Andersen kristniboði vinnur daglega að því að hjálpa í mestu neyðinni. Lengst til vesturs í þessu landi liggur kristniboðsstöðin Nehwange. Str. Lind hjúkrunarkona hjúkrar og hjálpar hinum sjúku, er koma frá íjöllunum og dölunum þar í kring. Líknarstarf það, sem framkvæmt er af þessum mannvinum á hinum ein- manalegu stöðum, sem eru svo af- skekktir, að margar dagleiðir eru þangað, sem ríkisstjórnin hefur skip- aðan læknir, verður aldrei metið að verðleikum. Meðan eg dvaldi við þessa stöð kom þangað innlendur maður, er hafði gengið 30 kílómetra. Önnur hönd hans var svo bólgin að hún var meir en helmingi stærri en hin. Gert var við höndina með þeim einföldu ráðum og meðulum, sem fyrir hendi voru og þetta kom til leiðar hreinu og beinu kraftaverki á manninum. Ekki voru liðnir nema fáir dagar, er bersýnilegur bati var kominn, sem stöðugt hélt áfram. Þannig komu sjúklingar dag eftir dag illa útleiknir af sárum og ígerðum. Hinir ötulu og trúu kristniboðsstarfs- menn vorir hjálpa þeim eftir beztu getu án þess að hugsa um endurgjald fyrir hið mikla og góða starf sitt. Þeir láta sér nægja gleðina af því að vera þess umkomnir að líkna þeim, sem til engra annara hafa að flýja. Kenia. Mestum þroska hefur starfsemi vor náð í nýlendunni í Kenia. Meðal Luo-kynflokksins, skammt fyrir sunn- an Kavirondo-flóann, er stórt og gott sjúkrahús. Því veitir Madgwick læknir forstöðu af mikilli snilld. Hann hefur sér til hjálpar þrjár evrópískar hjúkr- unarkonur. Síðastliðið ár stunduðu þau 780 sjúklinga, sem höfðu dvöl á sjúkrahúsinu, og gerðu yfir 28,000 læknisaðgerðir. Þau koma og miklu góðu til leiðar utan sjúkrahússins 8

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.