Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Síða 11

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Síða 11
með því að hjálpa þorpsbúum yfir- leitt. Síðastliðið ár voru haldnar margar samkomur fyrir mæður, var þar veitt uppfræðsla í heilsufræði, og meðferð ungbarna og þrifnaði á heimilunum. I þessari nýlendu er ennfremur unnið mikið menntunarstarf. Þar eru 125 skólar með 5550 nemendum. Kvennaskóli í Kisii og drengjaskóli í Kamagambo eru menntastofnanir fyrir afríkanska kristniboðsstarfsmenn. Ethíópía. Lækningastarfsemi höfum vér einna mesta í Ethíópíu. Þar höfum vér þrjá spítala og tvær lækningastofur. Þessi starfsemi var byrjuð árið 1920 með því að eitt sjúkrahús var sett þar á stofn. Að tilmælum keisarans tókum vér seinna við hinu stóra sjúkrahúsi í Addis Abeba. Við þetta sjúkrahús vinna tveir læknar, sem báðir eru skurðlæknar, þrjár evróp- ískar hjúkrunarkonur og fjórtán ethí- ópískir aðstoðarmenn og konur. Þessi stofnun er með góðum útbúnaði og tekur á móti fjölda sjúklinga. Fyrir fé það, sem Ras Kassa gaf, hefur stór spítali verið reistur í Debra Tabor. Þar vinna tvær hjúkrunar- konur. Annar spítali er í byggingu í Debra Markus. Allar þessar stofnanir hafa verið troðfullar af særðum mönn- um, er tekið hafa þátt í stríðinu. Spítalinn í Dessie rúmar að réttu lagi ekki nema 15 rúmliggjandi sjúklinga, en eftir loftárásina, sem þar var gerð, var troðið þar inn 60 og þar að auki var daglega tekið á móti 6Þ—90 sjúk- lingum, sem ekki höfðu þar fasta dvöl. I þessu landi, þar sem svo fáir eru til að líkna hinum þjáðu á þessum ægilegu tímum ófriðarins, hafa kristni- boðar vorir, þrátt fyrir hættuna, kosið að vera kyrrir. Þar inna þeir af hendi mikið samúðarstarf til líknar særðum og sjúkum. Skóli fyrir pilta er starfandi í Addis Alem, og í Addis Abeba höfum vér kvennaskóla. Á öllu þessu víðáttumikla svæði er þannig framkvæmt víðtækt lækn- ingastarf og einnig róttækt kristni- boðsstarf af fjölda krisstniboða, sem hafa yfirgefið þægindin heima og kvatt ættingja og vini og farið til þessara fjarlægu landa, til þess að hjálpa þeim, sem ekki geta hjálpað sér sjálf- ir. Þessar mörgu kristniboðsstöðvar eru sá miðdepill hvaðan ljós og sannleikur streymir til líkamlegrar og andlegrar hjálpar miklum mannfjölda. Þeir sem leggja eitthvað fram þeim til styrktar, munu hljóta blessun af ásamt þeim. TIL ALMENNINGS. Sérhver gjöf, hvort hún er stór eða siná, sem gefin er til reksturs heiðingjakristniboðsins, er á öllum tímum þegin með þakklæti. Og vilji einhver styrkja sérstaka grein starfsins, eða eitthvert sérstakt land, sem nefnt er í þessu blaði, þá mun gjöfinni verða með þakklæti veitt viðtaka, og komið til rétts aðilja. Með tilliti til yfirstandandi gjaldeyrisvand- ræða kemur oss til hugar, að sú spurning vakni hjá heiðruðum lesendum, hvernig hægt muni að koma gjöfunum til réttra aðilja. Viljum vér þá taka það fram, að enda þótt vér fáum ekkert gjaldeyrisleyfi að sinni til þess að standa skil á því fé, sem kann að verða gefið til starfsins, höfum vér þó opna leið gegn um reikningsvið- skipti vor við bræður vora í London. Skrifstofa vor í Ingólfsstræti 19, Reykjavík, tekur á móti og kvittar fyrir sérhverri gjöf. 9

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.