Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Qupperneq 13

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Qupperneq 13
rekstri heilsuhælanna er varið til þess að auka heilbrigðisstarfsemina. Þúsundir kvenna hafa fengið upp- fræðslu í því, sem við kemur hrein- læti á heimilinu og hjúkrun sjúkra, hefur þetta stuðlað mjög að því að gera þær hæfari til að veita sínum eigin heimilum góða forstöðu og einnig hjálpa öðruin, sem hjálpar- þurfa eru. Ymis konar líknarstarí er unnið í hinum einstöku söfnuðum. T. d. eru þar Dorkas-félög, matgjafa- hús og annað slíkt til hjálpar bág- stöddum. Eins og eðlilegt er, hefur atvinnuleysi og fjárhagsleg vandræði aukið þörfina á að gefa mat, klæðn- að og aðrar lífsnauðsynjar. Svipað og mörg önnur félög höfum vér einnig leitast við af fremsta megni að bæta úr brýnustu þörfum hinna bágstöddu. Öll slík starfsemi í heiðingjalönd- unum verður að vera í miklu stærri stíl en annarsstaðar, með því að þar er ávalt um að ræða miljónir hjálp- arþurfa manna. Þetta leiðir eðlilega af sér það, að það sem vér höfum handa á milli til hjálpar, er langt frá því að vera nægilegt. Fregnir frá læknum vorum og hjúkrunarfólki í kristniboðslöndunum gefa uppörvandi upplýsingar um það, sem framkvæmt hefur verið. Að sjúkrastofum vorum og lækningastofum er stöðug aðsókn af inanneskjum, sem þjást af holds- veiki, kýlum, sárum, kolbrandi og flestum hugsanleguin hryllilegum sjúk- dómum. í Kamerun. Eftir ferð til Kamerun skrifar kristniboðsritari E. D. Dick á þessa Spítalinn og heilsuhælið í Pelling í Mandshuriet. leið: „Rétt fyrir sunnan Tsad-vatnið, á sólbrunnu sléttunum í norðurhluta Kamerun, er Dogba-kristniboðsstöð- in. í skugganum af einhverju trénu eða á veggsvölum kristniboðshússins hafa þeir Bergström og K. Johann- essen síðustu tvö árin gert 25,000 læknisaðgerðir. Hefði þá ekki skort nauðsynleg lyf og uinbúðir, hefðu þeir hæglega getað gert miklu meira. Þessa útilækningastofu vora sækja þjáðar manneskjur langar leiðir að. Sumir koma ríðandi á hestum, ösn- um eða *kúm. Aðrir koma haltrandi á hækjum eða við stafi, og enn aðrir eru bornir þangað af vinum eða öðr- um sjúklingum." í Punjab. R. C. Lindholm læknir við kristni- boðsspítalann í Chichoki Mallian Junction, Punjab í Indlandi segir eftir- farandi af framförum starfseminnar:

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.