Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 15

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 15
Frá Dessie í Abessiníu. fara með það. En þetta tekur lang- an tíma, og vegna þröngs fjárhags gat kristniboðsspítalinn ekki til lengd- ar haldið ófram að láta drenginn hafa mjólk. Því miður kom brátt að" því, að barnið og móðir þess urðu að fara. Drengurinn hafði þyngst að miklum mun, en þar eð hann var annars ekki alvarlega sjúkur, var annar, sem enn meiri þörf hafði á hjálp, látinn í rúm hans í hinum troð- fulla spítala.“ Starfið til hjálpar líkþráum mönnum. Eftir H. T. Elliot. Kristniboðsstjórn Aðventkirkjufé- lagsins leitast af fremsta megni við að útrýma hinum hræðilega sjúk- dómi, holdsveikinni, í þeim löndum, þar sem hún er útbreiddust. A ýms- um stöðuin eru settar á stofn svo nefndar holdsveikranýlendur og lækn- ingastofur. Þar er hafður til með- Eitt af hinum kínversku sjúkrahúsum vorum í Walchov í suðurhluta Kína. ferðar fjöldi manna, sem þjáist af þessu meini. Að þessu starfi vinna duglegir læknar, hjúkrunarmenn og hjúkrunarkonur, er nota þær beztu og viðurkenndustu aðferðir, sem þekkj- ast við þessum sjúkdómi. A síðustu árum hefur fengizt sérlega góður órangur, margir hafa fengið fullan bata. Þeir sjúklingar, sem útskrifast frá þessum nýlendum, fara burt heil- brigðir og hamingjusamir. Hinar óumræðilegu þjáningar holds- veikis-sjúklinganna, hin hryllilegu sár þeirra, andlit þeirra, sem oft eru af- mynduð af kvölum, og bágindi þeirra Framhald á bls. 23. Holdsveikra-nýlenda við kristniboðsstöðina í Malamulo, í Nyassalandi í Austur-Afríku. Sér- hver sjúklingur er í múruðum kofa meðan á lækningatilraununum stendur. Þeim er kennt eitt og annað nytsamt handverk, svo sem að búa til körfur, mottur o. fl. 13

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.