Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Qupperneq 16

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Qupperneq 16
Oveittar bænir. Eftir E. R. Colson, kristniboðsrítara. í kristniboðsstaríi mínu heima í Norðurálfunni hef eg oft heyrt fólk segja sem svo, að heiðingjarnir væru betur settir í fáfræði sinni áður en kristniboðarnir kæmu til þeirra, heldur en eftir komu þeirra. Sumir virðast vera þeirrar skoðunar, að fagnaðar- erindið sé þess eðlis, að neyða verði einstaklinginn til að veita því við- töku. Má vera að þessu sé oft þann- ig varið í sumum menningarlönd- um, einkum vegna þess að fólk, sem kallar sig kristið, lifir ekki samkvæmt því eftirdæmi, sem Kristur hefur gefið. En reynslan er sú, að þegar einhver kristniboði, sem í sannleika er endurfæddur maður, starfar þann- ig á nýjum svæðum að hann lætur leiðast af Kristi í hvívetna og ver kröftum sínum og tíma til þess að hjálpa hinum þjáðu, koma beiðnir í hundraða tali um, að samskon- ar starf verði byrjað í nálægum héruðum. En það er hlutfallslega lítið af þessum hjálparbeiðnum, sem enn hefur verið auðið að sinna. A þessum vandræðaúímum, sem yfirleitt ekki eiga sinn líka í heims- sögunni, hafa mörg kristniboðs- félög orðið að draga úr starfsemi sinni á ýmsum stöðum. Með því að koma á og framfylgja nákvæmum íjárhagsreglum hefur oss tekizt, ekki aðeins að halda því fengna, heldur og byrja starfsemi á nýjum stöðum. Fyrr á tímum mættum vér talsverðu kaldsinni og kæruleysi á ýmsum stöð- um og jafnvel mótspyrnu; en þessir örðugu tímar knýja mennina hvar- vetna til þess að beina huganum að hinu himneska og óforgengilega. Þeir hafa það á meðvitundinni að eitthvað óttalegt sé í aðsigi, og að endir allra hluta sé nálægur. Meðan eg skrifa þessar línur, hef eg fjölda bréfa liggjandi fyrir framan mig með beiðnir um fleiri starfsmenn. Eg veit naumast hvar byrja skal. Manni gengur til hjarta umhugsunin um þessar manneskjur, sem árum saman hafa beðið um og þolinmóð- lega bíða eftir þeirri hjálp, er þær þarfnast svo sárlega. Frá Frönsku Kamerun koma fregnir um, að þeir tveir kristniboð- ar, er vér höfum þar úti ásamt kon- um þeirra, gætu hæglega veitt 100,000 hjúkiunar- og læknisaðgerðir á ári, en sökum vöntunar á tækjum og læknislyfjum geti þeir ekki veitt nema 10,000. Sérhver sem hingað til hefur leitað til þeirra, hefur fengið bata á heilsu sinni. Þeir skrifa: „Það er ótta- legt að horfa upp á þjáningar þeirra og sjá hin voðalegu sár þeirra. Sum- ir hafa misst annan eða báða fætur 14

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.